Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Nýtt afmælisblað Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Forsida AOblad

 

Í ár fagnaði Astma- og ofnæmisfélagið 40 ára afmæli og var af því tilefni gefið út veglegt afmælisblað. 

Blaðið er tímamóta framtak þar sem helsta vinnan er á höndum ritstjórnar, eingöngu skipuð stjórnarmönnum.

Í blaðinu má meðal annars finna ágrip á 40 ára sögu félagsins, grein móður ofnæmisveiks barns, viðtal við hárgreiðslukonu sem vinnur aðeins með "grænar" hársnyrtivörur, grein um krossofnæmi og margt fleira upplýsandi og skemmtilegt. 

Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út tvö blöð  á ári og eru allar ábendingar um spennandi efni vel þegnar.

Sjá allt blaðið hér

Bæklingur um frjóofnæmi

frjoofnæmisbæklingur-forsida-GSK

 

 

Gefin hefur verið út bæklingur um frjóofnæmi og er það samvinnuverkefni Astma og Ofæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline.
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir og Björn Árdal sem eru bæði barnalæknar og sérfræðingar í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum á Landspítalanum eru höfundar bæklingsins.

Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og í læknastofur auk þess sem hægt verður að nálgast hann á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6 www.ao.is

Frjóofnæmi er mjög algengt vandamál og hefur farið vaxandi. Fyrir 20 árum voru um
8,5 – 12% fullorðinna Íslendinga með næmi fyrir grasfrjói og 3 – 6% fyrir birkifrjói.

Hér má sjá bæklinginn í heild sinni.


Lesa meira...

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands

 

aologoAðalfundur AO verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014 í SÍBS húsinu, Síðumúla 6, kl. 17.15.
 
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf .
 
Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
 

Hefur rekist á fiskifýlu-heilkennið á Íslandi

Michael Clausen„Það er viðbúið að fólk annars vegar þori ekki að tala um þetta og hins vegar er ekki víst að allir læknar þekki þetta,“ segir Michael Clausen, sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum barna, í samtali við DV í kvöld um genatengda efnaskiptagallann trimethylaminuria, TMAU, eða fiskifýlu-heilkenni. Heilkennið lýsir sér þannig að fiskilykt er af svita, andardrætti og þvagi manneskju sem ber genagallann. DV fjallaði í dag um hina bresku Ellie James sem hefur þjáðst af trimethylaminuria í 14 ár, frá því hún var þrítug, og hefur orðið fyrir miklu aðkasti vegna fiskilyktarinnar.

 

Sjá nánar á vef DV

 

Lesa meira...

Dýrt að vera með óþol eða ofnæmi

soy milk

Innflutningi á ís, sem ekki er framleiddur úr kúamjólk, er stjórnað með bæði verð- og magntollum. Um er að ræða svokallaðan „non-dairy“-ís, til dæmis soja- og möndluís. Annars vegar er lagður 30 prósenta verðtollur á innflutningsverð og hins vegar 110 króna magntollur á hvert kíló sem flutt er inn. Afleiðingin er sú að ísinn er dýr og úrvalið lítið og stopult í verslunum.

„Við viljum að skjólstæðingar okkar geti notið sömu réttinda og aðrir, þó ís sé auðvitað ekki endilega það sem maður ráðleggur fólki að borða á hverjum degi þá er það réttlætismál að okkar fólk geti fengið sér ís án þess að borga svona rosalega fyrir það,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.

Sjá grein á Visir.is

 

Lesa meira...

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO