Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Styrkir afhentir úr Styrktarsjóði AO 2015

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands var haldinn þann 29. apríl síðastliðinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru afhentir styrkir úr Styrktarsjóði AO. Að þessu sinni hlutu styrki þær Anna Kristín Þórhallsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum á Lungna- og ofnæmisdeild LSH og Monique Van Oosten sjúkraþjálfari á Reykjalundi og starfsmaður í heimaþjónustu en þær hlutu báðar styrk vegna rannsókna sinna er tengjast astma og ofnæmi.


Rannsókn Önnu Kristínar ber heitið „Níturoxíð í útöndunarlofti hjá miðaldra íslensku slembiúrtaki“ og er hluti af Evrópukönnuninni Lungu og Heilsa III: Ofnæmi á Íslandi. Evrópukönnunin Lungu og Heilsa er fjölþjóðleg rannsókn sem hófst árið 1990 og nær til 3600 einstaklinga á hverjum rannsóknarstað, en þátttakendur voru valdir handahófskennt þá á aldrinum 20-44 ára og svöruðu þeir ítarlegum spurningalista.

WP 20150429 034

Monique hefur undanfarin ár rannsakað nýlega öndunartækni, svokallaða Buteyko-aðferð og jafnframt áhrif hvíldaröndunar á einkenni og stjórn astmasjúkdómsins. Buteyko-

aðferðin hefur gefist gríðarlega vel gegn astma og öðrum öndunarsjúkdómum og hentar sérstaklega vel fólki með langvinnar berkjabólgur, astma, lungnaþembu, ofnæmi, kæfisvefn, síþreytu og 

háþrýsting. Aðferð Buteykos kemur mörgum spánskt fyrir sjónir í fyrstu en aðferðin byggir að miklu leyti á því að hægja á önduninni. Nánar um rannsóknirnar hér

 

AO er stolt af því að vera styrktaraðili slíkra verkefna og óskar styrkhöfum góðs gengis við rannsóknir sínar.

 

 

Framhaldsaðalfund AO þann 12. maí nk. kl. 17:15

halloÁgæti félagi

Við minnum á framhaldsaðalfund AO þann 12. maí nk. kl. 17:15 í Síðumúla 6

Vonumst til að sjá ykkur sem flest 

Með kveðju 

Stjórn AO


Kringlan þriðjudaginn 5. maí 2015 frá kl. 14-18

Astma- og ofnæmisfélag Íslands verður á 2. hæð í Kringlunni fyrir framan Eymundsson, þriðjudaginn 5. maí frá kl. 14-18 og kynnir þar starfsemi sína og útgefið efni.

Hvetjum alla sem vilja fræðast um félagið og starfsemi þess til að mæta. 

Eym kringlan nord uti01saga-kringlunnar-kringlan

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2015

hallo

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl kl: 17:15
í SÍBS húsinu Síðumúla 6, 2. hæð.

 

Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf og lagabreytingar.

Opið bréf til stjórnar Strætó bs

 Um áformað leyfi til að flytja gæludýr, þ.m.t. hunda, með í ferðum Strætó.


hundur-straeto

Undirritaður lögmaður, sem situr í stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands, vill hér með koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við stjórn Strætó bs, - nú þegar það kemur fram í fjölmiðlum (Visir.is/GÁG) frá Stætó bs. að framtaki Andra við undirskriftasöfnun sé fagnað innan Strætó b.s.  Að áliti undirritaðs mætti fremur nefna þetta frumhlaup Andra og stjórnarinnar.  Vil ég hér gefa örstuttar skýringar á þeirri skoðun minni:

 



Lesa meira...

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO