Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Um Astma- og ofnæmisfélagið

Astma- og ofnæmisfélagið var stofnað 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. 

Astma- og ofnæmisfélagið leggur áherslu á fræðslu og þjónustu við félagsmenn sína. Heldur fræðslufundi, gefur út fréttablöð og bæklinga.

Skrifstofa félagsins er í Síðumúla 6 (í húsi SÍBS) og sinnir starfsmaður félagsins erindum þar einn dag í viku (mánudögum kl 9-15) .

Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu.

Styrktarsjóður félagsins styrkir rannsóknir og starfsþjálfun heilbrigðisstarfsfólks á sviði astma og ofnæmis.

Félagið er deild í Samtökum íslenskra berkla-og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og aðili að norrænum samtökum sjúklinga með astma og ofnæmi.

Félagsgjald fyrir árið 2018 er kr 3.000-, (Ath. hálft gjald fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja).

Átt þú samleið með þeim sem berjast fyrir hagsmunum fólks með astma og ofnæmi? Ef svo er skráðu þig þá í félagið!

Þú þarft aðeins að senda This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. :

  • nafn,
  • heimilisfang,
  • kennitölu og
  • netfang
  • Endilega nefnðu áhugasvið (ef vill), t.d. astmi, fæðuofnæmi, dýraofnæmi, latexofnæmi osfrv þá sendum við fræðslubæklingar til þín.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO