Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Astma- og ofnæmisfélag Íslands hlýtur beina aðild að ÖBÍ

ÖBIÁ dögunum, nánar tiltekið þann 6. október sl., urðu þau tímamót að Astma- og ofnæmisfélag Íslands hlaut beina aðild að ÖBÍ ásamt þremur öðrum félögum en það eru Hjartaheill, Ný Rödd og Samtök lungnasjúklinga. AO, Hjartaheill og Samtök lungnasjúklinga hafa verið aðilar að ÖBÍ í gegnum SÍBS en um nokkurt skeið hefur legið fyrir sú ósk að um sjálfstæða aðild yrði að ræða. Þar með eru aðildarfélög ÖBÍ orðin 41 talsins og félagsmenn yfir 30.000 en með svo stóru baklandi er hægt að vera mjög sýnileg í þjóðfélaginu og koma góðum verkum áfram.

Nú þegar hefur AO notið góðs af þeim tengslum sem félagið hefur haft innan ÖBÍ, til að mynda byggt upp sterkara tengslanet auk þess að öðlast meiri innsýn í baráttumál öryrkja og annarra sjúklingasamtaka.

Þrátt fyrir að AO hafi verið hluti af ÖBÍ og tengst þannig starfsemi þess er ljóst að sjálfstæð aðild felur í sér meiri ábyrgð, sem og kröfu um aukna þátttöku í starfi ÖBÍ til að mynda í málefnahópum og á þingum. Stjórn AO ber þó engan kvíðboga fyrir því þar sem AO hefur á að skipa mörgum mjög hæfum einstaklingum auk þess sem AO og ÖBÍ eiga margt sameiginlegt í sínum markmiðum og stefnumótun til framtíðar. Þar má nefna, lyfjamál, búsetu- & húsnæðismál, þjálfun & starfsendurhæfingu og kjaramál & réttindi.

AO leggur stolt af stað inn í þessa auknu samvinnu og vonast til að geta enn frekar látið gott af sér leiða fyrir sjúka og öryrkja í landinu.

Fríða Rún Þórðardóttir

Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT? Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi


Heiti námskeiðs:

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?


Kynning:

Menntaskólanum í KópavogiFæðuofnæmi eru síður en svo á undanhaldi þó svo að sumir séu sjálfgreindir eða að prófa sig áfram með að sleppa ýmsum fæðutegundum í sínu daglega mataræði í leit að betri líðan. Hvort sem fæðuofnæmið er læknisfræðilega greint eða ekki eiga allir rétt á að fá það ofnæmisfæði sem þeir telja sig þarfnast. Það kemur síðan í hlut þeirra sem annast matargerð víðs vegar í samfélaginu að matreiða og bera fram öruggan, vel samsettan og girnilegan mat. Sumir sem hafa þessu hlutverki að gegna finna ekki fyrir nægjanlegu öryggi og skortir jafnvel á þekkingu í tengslum við samsetningu á matseðlum og matreiðslu á ofnæmisfæði. Það má draga úr slíku óöryggi með markvissri fræðslu og leiðsögn þar sem leiðbeinendur þessa námskeiðs mæta þátttakendum á miðri leið og bera virðingu fyrir þeirri reynslu sem þeir búa yfir og hafa til að miðla á móti.   

 

Lesa meira...

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT? Námskeið á Dalvík

Heiti námskeiðs:

 

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?

Kynning:

dalvikurskoli.googleFæðuofnæmi eru síður en svo á undanhaldi þó svo að sumir séu sjálfgreindir eða að prófa sig áfram með að sleppa ýmsum fæðutegundum í sínu daglega mataræði í leit að betri líðan. Hvort sem fæðuofnæmið er læknisfræðilega greint eða ekki eiga allir rétt á að fá það ofnæmisfæði sem þeir telja sig þarfnast. Það kemur síðan í hlut þeirra sem annast matargerð víðs vegar í samfélaginu að matreiða og bera fram öruggan, vel samsettan og girnilegan mat. Sumir sem hafa þessu hlutverki að gegna finna ekki fyrir nægjanlegu öryggi og skortir jafnvel á þekkingu í tengslum við samsetningu á matseðlum og matreiðslu á ofnæmisfæði. Það má draga úr slíku óöryggi með markvissri fræðslu og leiðsögn þar sem leiðbeinendur þessa námskeiðs mæta þátttakendum á miðri leið og bera virðingu fyrir þeirri reynslu sem þeir búa yfir og hafa til að miðla á móti.   

Lesa meira...

Astma- og ofnæmisfélag Íslands í Hörpunni, 2. - 4. október

HeilsaLífsstíll

Astma- og ofnæmisfélagi Íslands verður í Hörpunni um helgina ásamt Heilsutorgi og Lind á ráðstefnunni Heilsa og Lífsstíll 2015. Þar kennir ýmissa grasa en fyrirtæki og samtök sem tengjast heilnæmi og lífsstíl kynna þar þjónustu sína og hugmyndafræði fyrir gestum og gangandi.

 

Harpa

Þétt dagskrá kynninga og fræðsluerinda er alla þrjá dagana en sýningin opnar kl. 14 á föstudag og stendur til kl. 17 á sunnudag. Margir viðburðir og uppákomur verða í boði og ættu allir að finna eitthvað fyrir sig og sína þessa þrjá daga.


Astma- og ofnæmisfélag Íslands hvetur félagsmenn og aðra til að koma við á Heilsutorgs-AO básnum og heilsa upp á okkur þar.

Aðgangur er ókeypis inn á sýninguna en lesa má um hana HÉR

Reykjavíkurmaraþon 2015

reykjavikmarraþon 2015-aoReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram laugardaginn 22.ágúst. Skráning í hlaupið verður opin hér á marathon.is til kl.13:00 fimmtudaginn 20.ágúst. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig.  

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is. Þar geta skráðir þátttakendur safnað áheitum fyrir skráð góðgerðafélög. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, debetkorti eða með því að senda sms skilaboð. 

Einnig er hægt að safna sem hópur og eru allar helstu upplýsingar hér

Við þökkum öllum þeim sem hlaupa og safna áheitum og eins þeim sem heita á hlauparana okkar, kærlega fyrir stuðninginn við Astma og ofnæmisfélag Íslands.

Gangi ykkur vel!

Elin Jonasd

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO