Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Samantekt frjómælinga 2022

Samantekt frá NÍ

 

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2022. Á Akureyri var fjöldi frjókorna aðeins yfir meðaltali en í Garðabæ hafa aðeins einu sinni áður mælst svo fá frjókorn.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 3.838 frjó/m3. Af þeim var hlutfall birkifrjóa 41%, grasfrjóa 32%, asparfrjóa 5% og súrufrjóa 1%. Frjókorn af ýmsum tegundum sem jafnan ber lítið á voru 766 talsins (20%), þar af voru furu-/grenifrjó 10%. Frjóríkasti mánuðurinn var maí en þá voru 1.367 frjó/m3 eða tæplega 36%.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 1.870 frjó/m3. Af þeim voru grasfrjó 48%, birkifrjó 15%, súrufrjó 5% og asparfrjó 3%. Fjöldi frjókorna ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið á var 440 eða tæplega 24%, þar af voru furu- og grenifrjó 9%. Flest frjókorn mældust í júní eða 711 frjó/m3 eða 38% af frjókornum sumarsins.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2022 

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2022

Heilsumolar


SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt. 

Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, svo á ensku og pólsku.

 heilsumólar

Hlaupanámskeið

Tíu vikna hlaupanámskeið sem fer fram í lokuðum hóp á Facebook undir leiðsögn reyndra þjálfara.  Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja aftur hlaup eftir hlé. 

Skráningu á námskeiðið sem hefst 5. september 2022 er hafin.


Skráðir þátttakendur fá tölvupóst frá SÍBS með boði í Facebookhóp nokkrum dögum fyrir upphaf námskeiðs athugið að sá póstur getur lent í "ruslinu". Ef engin póstur berst hafið samband  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Reykjavíkurmaraþon 2022 - viltu hlaupa fyrir AO í ár ?

Ágæti lesandi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór ekki varhluta af Covid faraldrinum svo fresta þurfti viðburðinum í tvígang. Í ár er skipulagning hlaupsins hins vegar kominn á fullt skrið þar á meðal áheitasöfnunin „Hlauptu til góðs“ sem margir þekkja.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum

Við hjá AO erum mjög þakklát þeim sem hlaupið hafa til góðs í okkar þágu í gegnum árin en þeir hafa safnað fé sem AO hefur síðan notað til að styrkja ýmiss verkefni meðal annars námskeið fagfólks erlendis og til kaupa á tækjabúnaði fyrir nýburaskimun á ónæmisgöllum sem notað er á Landspítala.

Okkur hjá AO langar að komast í samband við þá sem hafa á liðnum árum safnað áheitum fyrir AO og einnig þá sem stefna á þátttöku í hlaupinu í ár og myndu vilja skrá AO sem sitt málefni til að hlaupa fyrir.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum - bolir

Í staðinn mun AO gefa hlauparanum æfingabol merktan AO og í aðdraganda hlaupsins fylgjast með því hvernig æfingar ganga og söfnun áheita. Við höfum hugmyndir um að birta mynd af hlaupurum á FB síðu AO og hvetja þannig þá sem fylgja okkur, til að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram í undirbúningnum og við áheitasöfnunina.

Þeir sem opnir eru fyrir þessari hugmynd eru beðnir um að hafa samband með því að senda póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og á Fríðu Rún formann AO  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og við höfum svo samband til baka.

Einnig bendum við á að ef að AO félagi hefur einhverjar spurningar varðandi undirbúninginn getur hann eða hún sent póst á Fríðu Rún sem hefur ágæta reynslu á hlaupa- og næringarsviðinu auk þess að vera þjálfari hlaupahóps.

Með kveðju

Astma- og ofnæmisfélag Íslands.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO