Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
14. Jún 2021

REYKJAVÍKUR MARATON ÍSLANDSBANKA 2021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur og velunnarar

 
Vonum að þið hafið það sem best og séuð að njóta sumarsins við góða heilsu.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í laugardaginn 21. ágúst næstkomandi.

Undanfarin ár hafa félagar í AO og aðstandendur einstaklinga með astma og ofnæmi hlaupið til góðs og safnað fjárhæðum sem hafa verið notaðir til að styrkja verkefni, fræðslu og rannsóknir í þágu astma og ofnæmis.

Þeir sem hlaupa eru þó ekki einir í liðinu okkar því hlaupararnir hafa fengið hvatningu og áheit frá öðrum félögum og velunnurum sem hafa mætt við hlaupaleiðina og hvatt hlauparana áfram. Þannig leggja margir sitt lóð á vogarskálina.

 
Ef þú vilt hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands, félagið okkar, getur þú skráð þig til leiks á www.marathon.is eða http://www.hlaupastyrkur.is/ 
 
Ef þú vilt taka þátt með því að heita á einhvern af okkar frábæru hlaupurum sem leggja félaginu okkar lið getur þú farið inn á http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/ og valið hlaupagarp.
 

Við hvetjum einnig einstaklinga til að hreyfa sig og huga að heilsunni á þann máta.

Það væri gaman að heyra í þeim sem að ætla að hlaupa fyrir okkur í ár, vinsamlegast sendu póst á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og við svörum um hæl.


AO ætlar að gefa þeim sem hlaupa fyrir félagið bol til að hlaupa í þannig að endilega hafa samband og tilgreina bolastærð.

Gangi þér/ykkur vel

Með bestu kveðjum,
Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO