Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Heilsumolar


SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt. 

Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, svo á ensku og pólsku.

 heilsumólar

Notendaráð ÖBI vantar fólk í málefnum fatlaðs fólks


Getur þú lagt ÖBI lið ? öbi notendarad

Notendaráð ÖBI vantar fólk í málefnum fatlaðs fólks í sveitarfélögum um allt land  

Sérstaklega er auglýst eftir fólki til setu í notendaráðum á Hornafirði, Húnaþingi og Norðurþingi. Auk þess vantar fleiri fulltrúa í Mosfellsbæ og varamenn í Reykjavík og Kópavogi

Áhugasamir má hafa samband á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
">

Hlaupanámskeið

Tíu vikna hlaupanámskeið sem fer fram í lokuðum hóp á Facebook undir leiðsögn reyndra þjálfara.  Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja aftur hlaup eftir hlé. 

Skráningu á námskeiðið sem hefst 5. september 2022 er hafin.


Skráðir þátttakendur fá tölvupóst frá SÍBS með boði í Facebookhóp nokkrum dögum fyrir upphaf námskeiðs athugið að sá póstur getur lent í "ruslinu". Ef engin póstur berst hafið samband This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira...

Reykjavíkurmaraþon 2022 - viltu hlaupa fyrir AO í ár ?

Ágæti lesandi

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór ekki varhluta af Covid faraldrinum svo fresta þurfti viðburðinum í tvígang. Í ár er skipulagning hlaupsins hins vegar kominn á fullt skrið þar á meðal áheitasöfnunin „Hlauptu til góðs“ sem margir þekkja.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum

Við hjá AO erum mjög þakklát þeim sem hlaupið hafa til góðs í okkar þágu í gegnum árin en þeir hafa safnað fé sem AO hefur síðan notað til að styrkja ýmiss verkefni meðal annars námskeið fagfólks erlendis og til kaupa á tækjabúnaði fyrir nýburaskimun á ónæmisgöllum sem notað er á Landspítala.

Okkur hjá AO langar að komast í samband við þá sem hafa á liðnum árum safnað áheitum fyrir AO og einnig þá sem stefna á þátttöku í hlaupinu í ár og myndu vilja skrá AO sem sitt málefni til að hlaupa fyrir.

RM 2022 - Hlaupum Söfnum Styrkjum - bolir

Í staðinn mun AO gefa hlauparanum æfingabol merktan AO og í aðdraganda hlaupsins fylgjast með því hvernig æfingar ganga og söfnun áheita. Við höfum hugmyndir um að birta mynd af hlaupurum á FB síðu AO og hvetja þannig þá sem fylgja okkur, til að heita á hlauparana og hvetja þá þannig áfram í undirbúningnum og við áheitasöfnunina.

Þeir sem opnir eru fyrir þessari hugmynd eru beðnir um að hafa samband með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Fríðu Rún formann AO This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við höfum svo samband til baka.

Einnig bendum við á að ef að AO félagi hefur einhverjar spurningar varðandi undirbúninginn getur hann eða hún sent póst á Fríðu Rún sem hefur ágæta reynslu á hlaupa- og næringarsviðinu auk þess að vera þjálfari hlaupahóps.

Með kveðju

Astma- og ofnæmisfélag Íslands.

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS birta frjókornaspá

Á vef www.ni.is er birt frjókornaspá. Fylgstu með hér


frjóspáFrjókornaspár fyrir Akureyri og höfuðborgarsvæðið eru uppfærðar alla virka daga fram til septemberloka en þá lýkur frjótímabilinu hér á landi. Við gerð frjókornaspár eru frjómælingagögn og nýjasta veðurspá notuð til að áætla hversu mikið af frjókornum má búast við næstu dagana.

Magn frjókorna er flokkað í flokkana: „ekkert“, „lítið“, „miðlungs“ eða „hátt“.

Spáin segir til um hvaða frjókorna má vænta í andrúmsloftinu  og hver væntanleg þróun í fjölda þeirra er.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO