Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins 16. apríl 2013

Fundargerð

 

Mættir: Björn Ólafur Hallgrímsson, Dagný Erna Lárusdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Hanna Guttormsdóttir, Hólmfríður Ólafsdóttir, María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, Selma Árnadóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Tonie Sörensen.

 1. 1.Formaður setur fundinn.

Sitjandi formaður er Sigurður Þór Sigurðsson og setur hann 39. fund Astma- og ofnæmisfélagsins.

 1. 2.Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara.

Björn er kosin fundastjóri og Hólmfríður fundarritar. Tekur Björn þar með við stjórn fundarins, sem hann telur lögmætan, enda löglega til hans boðað.

 1. 3.Fundargerð síðasta aðalfundar borin undir atkvæði.

Fundargerðin er samþykkt.

 1. 4.Skýrsla stjórnar.

Fríða Rún Þórðardóttir tekur að sér að gefa skýrslu um málefni stjórnar AO á síðasta ári. 

Fríða byrjar á því að minnast fráfallins formans, Sigmars B. Haukssonar. 

Á síðasta starfsári frá síðasta aðalfundi hafa verið reglubundnir fundir. Engir fræðslufundir voru haldnir.

Gefin voru út tvö tímarit á síðasta ári.

360.000 kr. styrkur fékkst frá GlaxoKlineSmith í fræðslumál og 500.000 kr frá Velferðarráðuneytinu. Þar af eru 250.000 kr til átaks gegn ofnæmi og gerð fræðsluefnis og 250.000 til reksturs fræðslu- og þjónustu við félagsmenn.

Innheimta félagsgjalda gekk illa á síðasta ári.

Útgáfa á bókinni Kræsingar.

Gerð matreiðsluþátta fyrir þá sem þjást af fæðuofnæmi.

Ákveðið var að setja ekki nafn AO við íslenskar vörur sem gefa sig út fyrir að vera ofnæmisfríar. Fyrirtæki geta sótt um að fá vöruna sína skoðaða af sérfræðingum hjá sænska astma- og ofnæmisfélaginu og fengið hjá þeim staðfestingu. Framleiðandinn borgar fyrir rannsókn.

Sigmar var í góðu sambandi við astma-  og ofnæmisfélögin á Norðurlöndunum og hvatning að halda því áfram.

Sigmar sat einnig fundi hjá Umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar og ræddi þar umhirðu almennt, svifmengum af völdum ryks, bílar sem eru skildir eftir í gangi og lausagöngu hunda. 

GlaxoSmithKline ætla að endurútgefa bækling um fæðuofnæmi.

Verið er að setja upp nýja vefsíðu. Aðeins eftir lokafrágangur.

Facebook síða var stofnuð.

Hafið var samstarf við félag foreldra með astma og ofnæmi og fengum við einn félagsmann til að koma í stjórn AO.

Stjórnin var endurnýjuð að hluta.

 1. 5.Skýrsla gjaldkera.

Gjaldkeri lagði fram ársskýrslu. Tapið er vegna dreifingu á AO blaðinu og gerð matreiðsluþáttanna. Aðeins gengið á eignir félagssins.

 1. 6.Styrktarsjóður

Engar tekjur nema vaxtatekjur. Ekki hafa verið veittir styrkir úr sjóðnum. 

 1. 7.Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir

Tekin var upp umræðan um hvort við eigum að setja nafn okkar við vörur sem eru ofnæmisvottaðar. Sigurður var á móti því að "selja" nafnið en að við settum okkur ekki upp á móti því ef Norðurlöndin samþykktu vöruna.  Einnig að það sé erfitt vegna fjárhagstengsla.

Talað um að hafa tengla á heimasíðu AO frá Norðurlöndunum með lista yfir þær vörur sem þeir hafa samþykkt.

Spurt var um hvort fjárhagsáætlun vegna matreiðsluþáttanna hefði staðist og gjaldkeri staðfesti að svo væri að mestu leiti.

Ársreikningar bornir upp og þeir samþykktir.

 1. 8.Ákvörðuð félagsgjöld sbr. 6 gr.

Félagsgjöldin eru núna 2.500 og var ákveðið að halda því óbreyttu.

 1. 9.Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur stjórnar til lagabreytinga

Gerð er tillaga um að fyrri málsliður  1. gr. laga  AO breytist á þann veg, að í stað núverandi nafns félagsins, sem er ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAGIÐ  komi heitið:  ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS.  Jafnframt er gerð tillaga um að skammstöfunarpunktar í “S.Í.B.S.” í síðari málslið verði felldir niður.

Fyrsta gr. laganna myndi þá eftir breytinguna hljóða þannig:  Félagið heitir ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS.  Félagið er deild í Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, og hlítir lögum þess.

Varðandi lokamálsgrein 9. gr. laga félagsins er lögð til sú efnislega viðbót, er komi aftast í greinina, að heimilt verði að halda rafræna stjórnarfundi sem og símafundi.  Þegar það sé gert, beri ritara að skrá fundargerð sem endranær og halda til haga viðkomandi tölvuskeytum.  Ákvarðanir teknar á rafrænum stjórnarfundi skuli síðan staðfestar á næsta hefðbundna stjórnarfundi, sem haldinn verður.

Lokamálsgrein 9. gr. myndi þá hljóða svo:
Stjórnarfundir eru lögmætir ef minnst þrír mæta.  Varamenn skal boða á stjórnarfundi og hafa þeir ávallt tillögurétt og málfrelsi á fundum.  Fundi stjórnar skal bóka og staðfesta ber fundargerðir.  Heimilt er að halda stjórnarfundi símleiðis og með tölvupóstum.   Fundargerðir um slíka fundi skulu ætíð ritaðar og tölvupóstum haldið til haga.  Ákvarðanir teknar á slíkum fundum ber að staðfesta sérstaklega á næsta hefðbundna stjórnarfundi, sem haldinn verður.

Varðandi 6 gr. Þá var lagt til að breyta aldri þeirra sem greiða hálft árgjald úr 16 ára í 18 ára. (Fella út: Stjórnin samþykkti þessa breytingu.)

6 gr. Laga myndi þá líta svona út:
Árgjald skal ákveða á aðalfundi til eins árs í senn. Elli - og örorkulífeyrisþegar, svo og börn innan 18 ára aldurs greiða hálft árgjald. Gjaldfrítt skal þó barn vera ef foreldri þess er félagsmaður. Ævifélagar greiða tífalt árgjald.

Framangreindar lagabreytingar voru síðan samþykktar af öllum þeim, sem fundinn sátu og öðlast þær þegar lagagildi.

 1. 10.Formannskjör:
  Fríða Rún Þórðardóttir einróma kosinn formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
 1. 11.Kjör tveggja meðstjórnenda.
  Tveir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára: Stefanía Sigurðardóttir og Sólveig Björnsdóttir. Selma Árnadóttir býður sig fram til eins árs og er kosin meðstjórnandi.

 2. 12.Kjör tveggja varamanna.
  Dagný Lárusdóttir, Björn Hallgrímsson og María Gunnbjörnsdóttir voru kosin varamenn.
 1. 13.Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara.
  Davíð Gíslason og Ari Alexandersson kosnir endurskoðendur og Hanna Regína Guttormsdóttir kosin varamaður.

 2. 14.Stjórnarkjör Styrktarsjóðs.
  Fríða Rún Þórðardóttir kosin formaður, Dagný Lárusdóttir gjaldkeri, Hanna Guttormsdóttir ritari, María Gunnbjörnsdóttir og Telma Grímsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Björn Hallgrímsson, Björn Árdal og Tonie Sörensen.
 1. 15.Aðrar kosningar.
  Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara fyrir Styrktarsjóðinn: Davíð Gíslason og Ari Alexandersson kosnir endurskoðendur og Hanna Regína Guttormsdóttir kosin varamaður.
 1. 16. Önnur mál.
  Selma spurði um styrktarsjóðinn og hlutverk hans. Björn las úr lögum Styrktarsjóðs.

Fundi slitið.

Fundarritari: Hólmfríður Ólafsdóttir.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO