Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
30. Okt 2017

Takk fyrir okkur, hlauparar og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

rvk 2017Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur mikla þýðingu fyrir AO

 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn af stærri viðburðum íslensks þjóðlífs en tugir þúsunda einstaklinga taka þátt á einn eða annan hátt. Hlaupið skiptir okkur í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands töluverðu máli, aðallega fyrir þær sakir að einstaklingar með astma taka þátt í hlaupinu, hver á sínum forsendum, en þjálfun og hreyfing er mikilvægur hluti þess að vinna gegn versnun astmans stuðla að bættri heilsu, betri líðan og heilsusamlegri líkamsþyngd. Hlaupið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir AO til að gera málstað sinn sýnilegan í samfélaginu líkt og önnur sjúklingasamtök gera.

 

Astma- og ofnæmisfélag Íslands er svo heppið að eiga hlaupara innan sinna raða sem hlaupa til góðs í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka og hefur svo verið undanfarin ár. Í ár söfnuðust 80.000 krónur og munar um minna. Þau sem hlupu fyrir AO voru Kristján Andri Jóhannsson, Lilja Dís Kristjánsdóttir, María Júlía Jónsdóttir, Vilborg Þórðardóttir, Haukur Gunnlaugsson, YI Yang, Margrét Halldórsdóttir, Jón Atli og Stefán Þór Finnsson.

 

Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands vill koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem hlupu. Framlögum sem safnast er komið í góðan farveg innan félagsins og notuð til styrkveitinga en árlega eru veittir styrkir vegna ýmissa verkefna til að mynda endurmenntun lækna og hjúkrunarfólks og vegna rannsókna á sviði astma og ofnæmis. Slíkir styrkir koma skjólstæðingum okkar og öllu samfélaginu vel á endanum því sjúklingasamtök eins og AO eru í hópi þeirra aðila sem styrkja heilbrigðiskerfið í landinu, beint og óbeint. Okkar framlag snýr til dæmis að því að styðja heilbrigðisstarfsfólk til endurmenntunar og stuðla að því að rannsakaðar eru leiðir til að efla þekkingu og framfarir í læknavísindum er snúa meðal annars að astma og ofnæmi.

 

Takk fyrir okkur, hlauparar og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

 

Fríða Rún Þórðardóttir

Formaður AO

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO