Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
26. Okt 2015

Astma- og ofnæmisfélag Íslands hlýtur beina aðild að ÖBÍ

ÖBIÁ dögunum, nánar tiltekið þann 6. október sl., urðu þau tímamót að Astma- og ofnæmisfélag Íslands hlaut beina aðild að ÖBÍ ásamt þremur öðrum félögum en það eru Hjartaheill, Ný Rödd og Samtök lungnasjúklinga. AO, Hjartaheill og Samtök lungnasjúklinga hafa verið aðilar að ÖBÍ í gegnum SÍBS en um nokkurt skeið hefur legið fyrir sú ósk að um sjálfstæða aðild yrði að ræða. Þar með eru aðildarfélög ÖBÍ orðin 41 talsins og félagsmenn yfir 30.000 en með svo stóru baklandi er hægt að vera mjög sýnileg í þjóðfélaginu og koma góðum verkum áfram.

Nú þegar hefur AO notið góðs af þeim tengslum sem félagið hefur haft innan ÖBÍ, til að mynda byggt upp sterkara tengslanet auk þess að öðlast meiri innsýn í baráttumál öryrkja og annarra sjúklingasamtaka.

Þrátt fyrir að AO hafi verið hluti af ÖBÍ og tengst þannig starfsemi þess er ljóst að sjálfstæð aðild felur í sér meiri ábyrgð, sem og kröfu um aukna þátttöku í starfi ÖBÍ til að mynda í málefnahópum og á þingum. Stjórn AO ber þó engan kvíðboga fyrir því þar sem AO hefur á að skipa mörgum mjög hæfum einstaklingum auk þess sem AO og ÖBÍ eiga margt sameiginlegt í sínum markmiðum og stefnumótun til framtíðar. Þar má nefna, lyfjamál, búsetu- & húsnæðismál, þjálfun & starfsendurhæfingu og kjaramál & réttindi.

AO leggur stolt af stað inn í þessa auknu samvinnu og vonast til að geta enn frekar látið gott af sér leiða fyrir sjúka og öryrkja í landinu.

Fríða Rún Þórðardóttir

Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO