Tilkynningar

Aðalfundur Astma og ofnæmisfélags Íslands vegna 2019 Síðumúla 6 2. Júní...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Sénsar eru aldrei í lagi - um fæðuóþol og fæðuofnæmi

Fyrir ellefu árum þurfi Selma Árnadóttir að setja sig í nýjar stellingar þegar þeim hjónum fæddist dóttir þar sem hvert ofnæmið af öðru datt inn hjá barninu.  

Selma Árnadóttir

Í þessum þætti af Augnabliki í iðnaði segir Selma Árnadóttir sögu sína ásamt því að fjalla um hvar starfsmenn mötuneyta og veitingahúsa geti aflað sér þekkingar um fæðuóþol og fæðuofnæmi. Þá segir hún okkur hvað ber að hafa í huga, fyrstu viðbrögð við bráðaofnæmi og fer yfir innihaldslýsingar á matvælum.

Ábyrgð matvælaframleiðenda og þeirra sem elda mat fyrir fólk með ofnæmi er mikil og grundvallarreglan er alltaf sú að taka aldrei neina sénsa. Neyðarpenninn gefur eingöngu frest til þess að komast undir læknishendur. 

hladvarp selma

https://soundcloud.com/augnablik-i-idnadi/23-faeuool-og-faeuofnaemi-me-selmu-arnadottur

 

 

AO benda félaga að skrá sig á póstlista yfir fréttir Matvælastofnunar

MAST logoMatvælastofnun birtir fréttir um allar innkallanir stofnunarinnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga um vanmerkta ofnæmisvalda.


Astma- og ofnæmisélag Ísland benda félagsmenn með ofnæmi á að skrá sig á póstlista yfir fréttir Matvælastofnunar til að fá fréttir um vanmerkta ofnæmisvalda í matvælum sendar beint til sín um leið og þær koma út:
https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/skra-sig-a-postlista

Einnig er hægt að fylgja (líka við) Neytendavakt Matvælastofnunar á Fb, fréttirnar birtast þar einnig á sama tíma og þær birtast á vef:

 

 

Öndunarnámskeið

Kennt er á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl 8:30 eða 19.30.Öndunarnámskeið

 

Námskeiðið hentar sérlega vel einstaklinga með astma og ofnæmi en einnig einstaklinga með öndunarerfiðleika, kvefsækni og aðra nútíma sjúkdóma eins og kæfusvefn og kvíði. Þjálfari og viðurkennt Buteyko þjálfari. Hún hefur rannsakað öndun og öndunaraðferð námskeiðsins er Monique van Oosten. Hún er sjúkraþjálfari með Msc. í Lýðheilsuvísindum fyrir fólk með astma og hefur mjög góða reynslu af þessari aðferðafræði fyrir fullorðin fólk með astma. Aðferðin hentar einnig vel fyrir börn.

Lesa meira...

Nikkelofnæmi - upplýsingar um nikkelsnautt fæði

FrNickel Nodule obtained by Electroplatingíða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur, næringarráðgjafi og formaður AO hefur sett saman upplýsingar um nikkelsnautt fæði

sjá hér: Nikkelofnæmi - upplýsingar um nikkelsnautt fæði

Frjómælingar 2020

NI.is-frjomælingar

Minnum á að NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS gera vikulegar frjómælingar yfir sumartímann.

 

Hér má nálgast mælingar frá vef www.ni.is :

 

BIRKIFRJÓ 2020  

GRASFRJÓ 2020


Fræðsla um frjóofnæmi má finna hér: 


Bæklinginn "Frjóofnæmi" í heild sinni.

Styrktarsjóður Astma- og ofnæmisfélags Ísland úthlutaði styrkjum 2020

Eftirfarandi tvö verkefni hlutu styrk 2020:

* Styrk til útgáfu á barnabók um ofnæmi fyrir börn og

Styrk til Þrek- og þolnámskeiðs fyrir börn með astma


 

Harpa Rut

Barnabók fyrir börn

Harpa Rut Hafliðadóttir, 28 ára viðskiptafræðingur og móðir tveggja stúlkna. Styrkurinn er til útgáfu á barnabók.        

Hugmyndin af bókinni kviknaði þegar ég, Harpa Rut, móðir Hafdísar sem er 6 ára stúlka með hin ýmsu fæðu- og dýraofnæmi, áttaði mig á því að lítið sem ekkert fræðsluefni hefur verið gefið út fyrir börn á íslensku um ofnæmi.          

Þetta er skemmtilega barnabók sem útskýrir ofnæmi á einfaldan og jákvæðan hátt. Tilgangur bókarinnar er að auka fræðslu, styrkja börn með ofnæmi og fræða þau og fólkið í kringum þau, svo börnin geti lifað lífinu á sem öruggastan hátt. 

 Þrek- og þolnámskeið fyrir börn

Steinunn Sjþj-astmanámskeið

Markmið verkefnisins er að sjá hvort þjálfun af þessu tagi bæti lífsgæði þessara barna og sé hvetjandi til íþróttaiðkunar sé unnið í hóp jafningja.

Hugmyndin er að gefa börnunum færi á að finna sín eigin mörk í öruggu rými, finna gleði við hreyfingu og bæta lífsgæði með því að ná valdi á sínum astma. Áhersla verður lögð á að læra á eigin líkama og að læra muninn á mæði og astma kasti ásamt því að bæta þol þátttakenda. Rannsóknir styðja að bætt þol hjálpar til við að draga úr astma köstum og hjálpi börnum með astma að njóta hreyfingar. Rannsóknir syna einnigfram á að börn með astma ráða oft við mun meiri áreynslu en þau virðast þora í og með réttri fræðslu geti þau því mun meira.

Steinunn hefur yfir 8 ára reynslu af kennslu og þjálfun sem er þekking sem bætist ofan á námið í sjúkraþjálfun. BS verkefni hennar fjallaði um kosti hreyfingar fyrir astma veik börn og þá sérstaklega í formi hópþjálfunar.

Steinunn þekkir það líka vel á eigin skinni að vera með astma en hún var sérstaklega slæm sem barn en það dróg heilmikið úr einkennum þegar hún uppgvötaði hreyfingu.

Flokkar

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO