Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Styrktarsjóður Astma- og ofnæmisfélags Ísland úthlutaði styrkjum 2020

Eftirfarandi tvö verkefni hlutu styrk 2020:

* Styrk til útgáfu á barnabók um ofnæmi fyrir börn og

Styrk til Þrek- og þolnámskeiðs fyrir börn með astma


 

Harpa Rut

Barnabók fyrir börn

Harpa Rut Hafliðadóttir, 28 ára viðskiptafræðingur og móðir tveggja stúlkna. Styrkurinn er til útgáfu á barnabók.        

Hugmyndin af bókinni kviknaði þegar ég, Harpa Rut, móðir Hafdísar sem er 6 ára stúlka með hin ýmsu fæðu- og dýraofnæmi, áttaði mig á því að lítið sem ekkert fræðsluefni hefur verið gefið út fyrir börn á íslensku um ofnæmi.          

Þetta er skemmtilega barnabók sem útskýrir ofnæmi á einfaldan og jákvæðan hátt. Tilgangur bókarinnar er að auka fræðslu, styrkja börn með ofnæmi og fræða þau og fólkið í kringum þau, svo börnin geti lifað lífinu á sem öruggastan hátt. 

 Þrek- og þolnámskeið fyrir börn

Steinunn Sjþj-astmanámskeið

Markmið verkefnisins er að sjá hvort þjálfun af þessu tagi bæti lífsgæði þessara barna og sé hvetjandi til íþróttaiðkunar sé unnið í hóp jafningja.

Hugmyndin er að gefa börnunum færi á að finna sín eigin mörk í öruggu rými, finna gleði við hreyfingu og bæta lífsgæði með því að ná valdi á sínum astma. Áhersla verður lögð á að læra á eigin líkama og að læra muninn á mæði og astma kasti ásamt því að bæta þol þátttakenda. Rannsóknir styðja að bætt þol hjálpar til við að draga úr astma köstum og hjálpi börnum með astma að njóta hreyfingar. Rannsóknir syna einnigfram á að börn með astma ráða oft við mun meiri áreynslu en þau virðast þora í og með réttri fræðslu geti þau því mun meira.

Steinunn hefur yfir 8 ára reynslu af kennslu og þjálfun sem er þekking sem bætist ofan á námið í sjúkraþjálfun. BS verkefni hennar fjallaði um kosti hreyfingar fyrir astma veik börn og þá sérstaklega í formi hópþjálfunar.

Steinunn þekkir það líka vel á eigin skinni að vera með astma en hún var sérstaklega slæm sem barn en það dróg heilmikið úr einkennum þegar hún uppgvötaði hreyfingu.

Þrek- og þolnámskeið fyrir börn

þrek og þolnámskeið

Þrek- og þolnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með astma og þeim sem vilja auka úthaldið


Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað börnum með astma og þeim sem vilja auka úthaldið þar sem áhersla er lögð á að börn fái að kanna og víkka mörk sín í hreyfingu.

Áhersla verður lögð á skemmtilega hreyfingu í öruggu rými.
Þá verður farið í öndunaræfingar og öndunarstjórnun.


Innifalið í námskeiðinu er einnig fræðslukvöld fyrir börn og foreldra.

Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir. Hún er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum en í lokaverkefninu hennar fjallaði hún um kosti og möguleika hópþjálfunar hjá astmaveikum börnum. Steinunn hefur langa og víðtæka reynslu af bæði þjálfun og jógakennslu og hefur meðal annars unnið með styrktarþjálfun barna og unglinga.


Námskeiðið fer fram á Grandi101 og hefst mánudaginn 8. Júní.

Það fer fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 14:30 - 15:30 og stendur yfir í 5 vikur eða til og með föstudeginum 10. júlí.

Verð: 19.990kr. (Hægt að nýta Frístundastyrk)

Skráning: www.grandi101.is

Kær kveðja,
Steinunn Þórðardóttir

Trainer / Physiotherapy student/ Yoga teacher 

tel: +354 6934173

instagram: namasteina

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2020

toppur2019


Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 17:15 í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð.

Dagskrá:

Venjulega aðalfundarstörf.

 

Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í sími 560 4814 eða 552 2150 milli kl. 9 og 15, á mánudögum.

 

Félagsmenn hjartanlega velkomnir

  Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands

Styrkur 2020

Styrkur

Astma- og Ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki í Styrktarsjóð félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:

 

*   stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum.

*   styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð  þeirra með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði.


Umsóknin þarf að innihalda upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, áætlaðan kostnað, tímaramma og stutta greinargerð um gildi verkefnissins fyrir Astma- og ofnæmissjúka á Íslandi.
 
Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 30. maí nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni „Styrkumsókn 2020“  
 
Styrkirnir verða afhentir á aðalfundi félagsins þann 2. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Styrktarsjóður augl. vegna 2020.pdf

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO