Tilkynningar
Afsláttur félagsmanna í AO í lyfjaverslunum LyfjavalsSem kunnugt er fá félagsmenn AO ríflegan afslátt af lyfjum auk 10% afslátt af öðrum vörum. Félagsmenn hefur munað um þennan góða afslátt og nýtt sér hann vel. Um áramót taka gildi ný lög sem hafa það í för með sér að innflytjendum lyfja og framleiðendum verður ekki heimilt að veita lyfölum afslátt. Það þýðir í raun að lyfjaverslanirnar geta ekki veitt hagsmunasamtökum afslátt lengur. Í burðarliðnum er nýtt kerfi þar sem setja á þak á útgjöld einstaklinga til lyfjakaupa. Hefur í því sambandi verið rætt um kr. 40.000. Í stuttu máli þýðir það að enginn á þurfa að eyða meiri fjárhæð til lyfjakaupa á ári en 40.000. Þegar því marki er náð fær viðkomandi lyfin frítt. Þar sem nú ríkir alvarleg efnahagskreppa hér á landi eru líkur á að framkvæmd þessara laga tefjist eitthvað. Hins vegar fá félagsmenn í AO afslátt eins og verið hefur í Lyfjavali fram til áramóta. Það er von okkar að heilbrigðisráðherra fresti því að hin nýju lög taki gildi og að næstu árin geti sjúklingasamtök fengið afslátt í lyfjaverslunum eins og verið hefur. Sigmar B. Hauksson
Framhalds aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins 2008Haldinn verður framhalds aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins Mánudaginn 13. október 2008 kl. 18.15 að Síðumúmla 6, Reykjavík. Félagsmenn fjölmennið.
Fréttir af Astma MaraþoninuAstmasjúk í heilt maraþon Sveinbjörg María er með áreynsluastma en hleypur maraþon [pdf:24_stundir_21._juni_2008] |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO