Tilkynningar
Jólaball 14. des 2014
Fyrsta jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands og Seliak og glútenóþolssamtaka Íslands var haldið 14. desember í SÍBS. Stórsveit SÍBS, skipuð fimm hljóðfæraleikurum og þremur söngkonum hélt uppi frábæru jólaballi og boðið var upp á ofnæmislausar veitingar. Jólasveinninn kom í heimsókn og dansaði í kringum jólatréð, lét taka af sér myndir með börnunum og gaf þeim að lokum gjafir eins og sönnum jólasveini sæmir. AO og Seliak og glútenóþolssamtökin þakka fyrir góða mætingu en yfir 20 börn mættu ásamt foreldrum eða öðrum forráðamönnum. Einnig fær SÍBS hljómsveitin miklar þakkir fyrir frábært jólaball og Bauhaus þökkum við fyrir fallegt og veglegt jólatré.
Nýtt AO blað komið út
Í nýjasta tölublaði Astma- og ofnæmisfélags Íslands er meðal annars kynnt nýtt félag Selíak og glútenóþolsssamtaka Íslands og rætt við einstaklinga sem haldnir eru þessum sjúkdómi. Rætt er við Viðar Þorsteinsson en hann tók þátt í járnkarlinum þrátt fyrir astma. Einnig er að finna reynslusögur fólks með selíak og glútenóþol, uppskriftir fyrir jólin fyrir þá sem haldnir eru ofnæmi og leiðbeiningar hvernig hægt er að þrífa hjá sér fyrir jólina og minnka líkur á astma og ofnæmi. Nikkelofnæmi hefur færst í vöxt og eru gerð skil á því í blaðinu ásamt ýmsum fróðleik um astma og ofnæmi.
Uppskriftabókin KræsingarDÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ
|
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO























