Tilkynningar
Jólaball 2015 Skyrgámur og Askasleikir kíktu í heimsókn
Ballgestir gæddu sér á veitingum og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð við undirleik hljómsveitar SÍBS. Þeir Skyrgámur og Askasleikir kíktu í heimsókn, dönsuðu með börnunum, brugðu á leik og gáfu gjafir. Viðstaddir skemmtu sér vel og má með sanni segja að þetta haf i verið góð byrjun á árinu.
Reykjavíkurmaraþón 2016Astma- og ofnæmisfélag Íslands er eitt þeirra frjálsu félagasamtaka sem njóta góðs af verkefninu Hlaupastyrkur.is í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Nú er skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafin sjá hér og hvetur AO félagsmenn sína og hollvini til að hlaupa til styrktar félaginu með því að skrá sig hér en fjármagnið sem safnast hefur undanfarin ár hefur meðal annars verið notað til eflingar á fræðslu um astma og ofnæmi sem nýtist sífellt fleirum þar sem aukning er á tíðni astma og ofnæmis hér sem og annarstaðar.
Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Auglýsing um styrki 2016Auglýsing um styrki Astma- og ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að: * stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum. * styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra. Í umsókn þarf að koma fram upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, kostnaðaráætlun, dagsetningu loka verkefnisins og stutta greinargerð um gildi verkefnisins fyrir astma- og ofnæmissjúka á Íslandi. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi fyrir miðnætti þann 6. mars nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni „Styrkumsókn AO 2016“ Styrkirnir verða afhenti á aðalfundi félagsins í apríl/maí. Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
F.h. Astma- og ofnæmisfélags Íslands Fríða Rún Þórðardóttir, formaður
Jólaball 2015
Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á jólaballið okkar með því að skrá ykkur hér: http://goo.gl/forms/tzK88QAHMj fyrir 28. desember 2015 með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna. Á jólaballinu skemmtir frábært hljómsveit skipuð félögum í SÍBS og jólasveinar mæta á svæðið, dansa í kringum jólatréð með börnunum og færa þeim flotta poka með skemmtilegu dóti í. Einnig verður boðið upp á veitingar sem henta gestum jólaballsins. Einnig er gott að fá upplýsingar um það ofnæmi sem um ræðir. Systkini eru velkomin með á jólaballið en aðgangur er ókeypis. Með von um að sjá sem flesta, Stjórn Astma- og ofnæmisfélag Íslands |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO