Tilkynningar
Viltu hlaupa fyrir AO í ár ?
Ágæti lesandi Reykjavíkurmaraþon Íslandsban k fer fram 19. ágúst nk. Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðs málefnis. Áheitasöfnunin fer fram á Hlaupastyrkur.is - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka (rmi.is) og er hægt að velja á milli fjölmargra góðgerðafélaga. Ef þú hefur áhuga á að hlaupa til styrks fyrir Astma- og ofnæmisfélag Íslands þá viljum gjarnan heyra frá þér og bjóða þér æfingabol merktan AO Þeir sem opnir eru fyrir þessari hugmynd eru beðnir um að hafa samband með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og á Fríðu Rún formann AO This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við höfum svo samband til baka.
Einnig bendum við á að ef að AO félagi hefur einhverjar spurningar varðandi undirbúninginn getur hann eða hún sent póst á Fríðu Rún sem hefur ágæta reynslu á hlaupa- og næringarsviðinu auk þess að vera þjálfari hlaupahóps. Með kveðju Astma- og ofnæmisfélag Íslands.
Sterkari saman 16.maí og 21. maí 2023Nýtt námskeið fyrir börn 8-12 ára með fæðuofnæmi
ATH. AFLÝST! HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT ?ATH Námskeiðið er aflýst/frestað. Nýr dagsetning verður auglýst síðar. Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Menntaskólinn í Kópavogi – Matvælaskólinn, halda sitt vinsæla námskeið um eldun ofnæmisfæðis dagana 9. og 16. maí í Menntaskólanum í Kópavogi. Bóklegi hlutinn verður kenndur þriðjudaginn 9. maí kl. 16:30 til 18:30 og verklegi hlutinn 16. maí kl. 16:30 til 19:30. Stefnt verður á að halda annað eins námskeið dagana 9. – 11. ágúst einnig í Menntaskólanum í Kópavogi. Námskeiðsgjald er 12.000 kr og er hráefnisgjald og hressing innifalin. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 18 manns.
Dýrahald í fjölbýlishúsum: Hvorum megin liggur rétturinn?Bítið - Dýrahald í fjölbýlishúsum: Hvorum megin liggur rétturinn? - Útvarp - Vísir (visir.is)
Hermann Austmar frá Astma og ofnæmisfélaginu og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins tókust á í morgunsárið 12.apríl 2023.
Lind Ísland, félag áhugafólks um ónæmisgalla/mótefnaskort býður á rabbfund þriðjudag 25. apríl nk kl. 17:15-19Í tilefni að Alþjóða vitundarvakningarviku heimssamtaka IPOPI.org. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO