Tilkynningar
Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 22. og 23. nóvemberHVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?
Takk fyrir okkur, hlauparar og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn af stærri viðburðum íslensks þjóðlífs en tugir þúsunda einstaklinga taka þátt á einn eða annan hátt. Hlaupið skiptir okkur í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands töluverðu máli, aðallega fyrir þær sakir að einstaklingar með astma taka þátt í hlaupinu, hver á sínum forsendum, en þjálfun og hreyfing er mikilvægur hluti þess að vinna gegn versnun astmans stuðla að bættri heilsu, betri líðan og heilsusamlegri líkamsþyngd. Hlaupið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir AO til að gera málstað sinn sýnilegan í samfélaginu líkt og önnur sjúklingasamtök gera.
Álitsgerð AO um gæludýr á veitingahúsum
Í byrjun október 2017 var Astma- og ofnæmisfélag Íslands beðið um álit á þessari fyrirhuguðu reglugerðarbreytingu. Vill stjórn AO birta hér álitsgerð þessa til að undirstrika alvarleika málsins og hversu mótfallin stjórnin er þessari breytingu og skerðingunni sem bíður hluta okkar félagsmanna.
Námskeið ætlað foreldrum og aðstandendum barna með fæðuofnæmiHVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT? 1. og 7. nóvember Kl. 16:30-19:30 Astma- og ofnæmisfélag Íslands stendur fyrir námskeiði um eldun ofnæmisfæðis fyrir foreldra, forráðamenn og aðstandendur barna og ungmenna með fæðuofnæmi. Námskeiðið fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi og verður haldið tvö síðdegi á virkum degi. Námskeiðsgjaldi verður haldið í lágmarki eða aðeins 5.000 kr. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO