Tilkynningar
Lög Astma- og ofnæmisfélags Íslands
1. gr. Nafn félagsins og aðildFélagið heitir ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS. Félagið er sjálfstæð lögpersóna og með sjálfstæðan fjárhag. Það á aðild að Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, og hlítir í því samstarfi þeim reglum SÍBS einungis, sem lúta að innra starfi SÍBS og samstarfi félaganna. 2. gr. AðseturHeimilisfang og varnarþing er í Reykjavík. 3. gr. LíknarfélagFélagið er líknarfélag og er rekið án hagnaðarsjónarmiða. Það hagar starfsemi sinni og fjáröflun í samræmi við þar að lútandi lög og reglur um tekju- og eignaskatt. 4. gr. TilgangurTilgangur félagsins er: a) að stuðla að fræðslu- og rannsóknarstarfsemi á öndunarfæra- og ofnæmissjúkdómum. b) að vinna að því að koma upp lækningamiðstöð með sérhæfðu starfsliði fyrir öndunarfæra- og ofnæmissjúklinga. c) að bæta félagslega aðstöðu öndunarfæra- og ofnæmissjúklinga og vinna að fyrirgreiðslu um útvegun lækningartækja og lyfja á hagkvæmum kjörum fyrir félagsmenn. d) að stofna til samvinnu við innlend og erlend félög, sem starfa á sama grundvelli. 5. gr. FélagsmennFélagið er landsfélag. Félagar geta allir orðið, sem haldnir eru öndunarfæra- og ofnæmissjúkdómum, svo og allir aðrir, sem vilja styðja tilgang félagsins. 6. gr. FélagsgjöldÁrgjald skal ákveða á aðalfundi til eins árs í senn. Elli- og örorkulífeyrisþegar, svo og börn innan 18 ára aldurs greiða hálft árgjald. Gjaldfrítt skal þó barn vera ef foreldri þess er félagsmaður. Ævifélagar greiða tífalt árgjald. 7. gr. AðalfundurAðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Einfaldur meirihluti ræður við atkvæða-greiðslur með þeim takmörkunum, sem um er getið í lögum þess. Aðalfund skal halda fyrir apríllok, ár hvert. Ef minnst 20 félagsmenn óska þess með rökstuddri beiðni, skal stjórnin boða til aukaaðalfundar. Aðalfund og aukaaðalfund skal boða með viku fyrirvara og geta dagskrár. Fundarboðun skal auglýsa í tveimur fjölmiðlum. Fundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir félagsmenn. Atkvæðisréttar og kjörgengis njóta aðeins þeir, sem greitt hafa félagsgjöld. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins fyrir lok febrúar ár hvert. 8. gr. Dagskrá aðalfundarDagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Formaður setur fundinn. 2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar borin undir atkvæði 4. Skýrsla stjórnar. 5. Skýrsla gjaldkera. 6. Skýrslur nefnda og sjóða. 7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp. 8. Ákvörðuð félagsgjöld sbr. 6. gr. 9. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur til lagabreytinga. 10. Formannskjör. 11. Kjör tveggja meðstjórnenda. 12. Kjör þriggja varamanna. 13. Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara. 14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs. 15. Aðrar kosningar. 16. Önnur mál. 9. gr. Skipun og störf stjórnar.Félagsstjórn hefur umsjá með daglegri starfsemi félagsins. Hún stýrir málefnum þess í samræmi við félagslög og ákvarðanir ályktunarbærra félagsfunda. Stjórnin fylgist með starfi nefnda og sjóða, nema öðruvísi sé ákveðið. Stjórnin má hvorki ráðstafa eignum félagsins né skuldbinda það fjárhagslega umfram það sem undir daglegan rekstur þess fellur. Lögmætar ákvarðanir stjórnar eru bindandi fyrir félagið, svo og störf hennar í framhaldi af þeim. Stjórn félagsins skipa fimm menn og þrír til vara. Skulu allir stjórnarmenn kjörnir á aðalfundi. Formann skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Árlega skal kjósa til tveggja ára tvo meðstjórnendur. Varamenn skulu kjörnir árlega. Ef atkvæði verða jöfn, ræður hlutkesti kjöri. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórninni er heimilt að kalla sérhvern félagsmann sér til aðstoðar um málefni félagsins, ef nauðsyn krefur. Skal hún sjá til þess, að til séu reglur um starfssvið allra nefnda, sjóða og embætta félagsins, þar sem kveðið sé á um tilgang og verksvið þeirra. Stjórnarfundir eru lögmætir ef minnst þrír mæta. Varamenn skal boða á stjórnarfundi og hafa þeir ávallt tillögurétt og málfrelsi á fundum. Fundi stjórnar skal bóka og staðfesta ber fundargerðir. Heimilt er að halda stjórnarfundi símleiðis og með tölvupóstum. Fundargerðir um slíka fundi skulu ætíð ritaðar og tölvupóstum haldið til haga. Ákvarðanir teknar á slíkum fundum ber að staðfesta sérstaklega á næsta hefðbundna stjórnarfundi, sem haldinn verður. 10. gr. FjárreiðurAlmanaksárið er reikningsár félagsins. Bókhald og ársreikninga liðins árs skal gjaldkeri afhenda endurskoðendum fyrir febrúarlok. Leggja skal ársreikningana áritaða af endurskoðendum fyrir aðalfund. Ársreikningarnir skulu liggja frammi endurskoðaðir á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. 11. gr. FélagsfundirFélagsstjórn boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir, sbr. þó 7. gr. um aðal-og aukaaðalfundi. Taka má til afgreiðslu tillögur um fjárhagsleg málefni umfram daglegan rekstur, sbr. þó 12. gr. Fundarboðun til slíks fundar skal vera skv. 7. gr. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála. Allir fundir félagsins, jafnt félagsfundir sem fundir stjórnar og nefnda, skulu skráðir í fundargerðarbækur. Hljóðritun funda er heimil, enda sé þess getið við fundarmenn. 12. gr. LagabreytingarAð uppfylltum skilyrðum 7. gr. getur aðalfundur breytt lögum þessum, ef þann fund sækja eigi færri en fimmtán fullgildir félagsmenn og að minnsta kosti tveir þriðju hlutar fundarmanna samþykkja. Fáist slíkur meirihluti á aðalfundi, sem ekki er ályktunarhæfur, á stjórnin að boða til nýs aðalfundar með venjulegum hætti innan 14 daga. Ef tveir þriðju hlutar þeirra manna, sem sækja þann fund, eru fylgjandi tillögum um lagabreytinguna teljast þær samþykktar og gildir þá einu hve margir atkvæðisbærir menn eru á fundinum. Aldrei má breyta ákvæðum 3. og 4. gr. um rekstur og tilgang félagsins né heldur ákvæðum 13. gr. um ráðstöfun á eignum félagsins, ef það hættir störfum. 13. gr. FélagsslitTil félagsslita þarf samþykki tveggja þriðju hluta atkvæða ályktunarhæfs og lögmæts aðalfundar skv. 7. gr. eða tveggja aðalfunda samkvæmt ákvæðum 12. gr. um lagabreytingar. Geta þarf sérstaklega áforma um félagsslit í fundarboðum. Verði félagið lagt niður, skal eignum þess ráðstafað af stjórn SÍBS til líknarmála í fullu samræmi við 3. og 4. gr. laganna. ________________________________________________________________________________ Þannig samþykkt aðalfundi 12. maí 2015 |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO