Tilkynningar
Jólaball 2018Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar á jólaballið okkar með því að skrá ykkur hér: https://goo.gl/forms/QrS1BSl0lixbOWwp2 fyrir miðvikudaginn 12. desember nk. með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna. Við forföll, vinsamlega tilkynnið með að senda skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8242029 (Auður)
Minningarathöfn um Hannes B. KolbeinsMinningarathöfn um Hannes B. Kolbeins verður í Fella- og Hólakirkju, í dag mánudag 26. nóvember kl. 15:00. Hannes var lengi í stjórn AO og þar í fjölda ára formaður. Hann sat einnig lengi í stjórn SÍBS og í þáverandi stjórn Reykjalundar. Gengdi líka fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum tengdum velferð sjúkra. Hannes lést í Sviðþjóð sunnudaginn 16. september . Útförin fór fram í Svíðþjóð 3. október.
Námskeið 29. nóvember og 6. desember í KópavogiHVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?
Bóklegi hlutinn verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 16:30 til 19:30 og verklegi hlutinn fimmtudaginn 6. desember kl. 16:30 til 20.30. Námskeiðsgjald er 17.000 kr og er hráefnisgjald og hressing innifalin
Námskeið 13. og 28. nóvember á AkureyriHVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?
Bóklegi hlutinn verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13:30 til 16:45 og verklegi hlutinn miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13:30 til 17:00. Námskeiðsgjald er 23.000 kr og er hráefnisgjald og hressing innifalin
Viltu leggja okkur lið?
Um leið og við minnum á aðalfund AO sem haldinn verður 20. september kl. 17:15 á 2. hæði í SÍBS húsinu í Síðumúla 6, 108 Reykjavík, vekjum við athygli á því að við höfum áhuga á að heyra í öflugu fólki sem er tilbúið til starfa fyrir félagið. Meðal annars eru laus tvö sæti varamanna í stjórn.
Áhugasamir hafi samband við formann AO Fríðu Rún Þórðardóttur This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem veitir upplýsingar um vinnuframlag og fjölda stjórnarfunda og annarra viðburða sem tengjast stjórnarsetunni. Stjórn AO
Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO