Tilkynningar
Þrek- og þolnámskeið fyrir börnÞrek- og þolnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með astma og þeim sem vilja auka úthaldið Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað börnum með astma og þeim sem vilja auka úthaldið þar sem áhersla er lögð á að börn fái að kanna og víkka mörk sín í hreyfingu. Áhersla verður lögð á skemmtilega hreyfingu í öruggu rými. Innifalið í námskeiðinu er einnig fræðslukvöld fyrir börn og foreldra. Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir. Hún er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum en í lokaverkefninu hennar fjallaði hún um kosti og möguleika hópþjálfunar hjá astmaveikum börnum. Steinunn hefur langa og víðtæka reynslu af bæði þjálfun og jógakennslu og hefur meðal annars unnið með styrktarþjálfun barna og unglinga. Námskeiðið fer fram á Grandi101 og hefst mánudaginn 8. Júní. Það fer fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 14:30 - 15:30 og stendur yfir í 5 vikur eða til og með föstudeginum 10. júlí. Verð: 19.990kr. (Hægt að nýta Frístundastyrk) Skráning: www.grandi101.is Kær kveðja, Trainer / Physiotherapy student/ Yoga teacher tel: +354 6934173 instagram: namasteina
Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands 2020Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 17:15 í húsakynnum SÍBS Síðumúla 6, 2. hæð.Dagskrá: Venjulega aðalfundarstörf.
Þeir sem óska eftir að sitja fundinn í gegnum fjarfundarbúnað eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofuna á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í sími 560 4814 eða 552 2150 milli kl. 9 og 15, á mánudögum.
Félagsmenn hjartanlega velkomnir Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands
Styrkur 2020Astma- og Ofnæmisfélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki í Styrktarsjóð félagsins sem veitt verður úr í samræmi við tilgang sjóðsins sem er að:
* stuðla að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúkdómum. * styrkja lækna og aðra sem leita sér fagþekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu í meðferð þeirra með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði. Umsóknin þarf að innihalda upplýsingar um umsækjandann, í hverju verkefnið felst, áætlaðan kostnað, tímaramma og stutta greinargerð um gildi verkefnissins fyrir Astma- og ofnæmissjúka á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands í síma 898-8798 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
COVID-19 og Astmi
Sjúklingar með meðalslæman og alvarlegan astma eru skilgreindir sem áhættuhópur. Þetta eru þeir sjúklingar sem eru daglega með astmaeinkenni þrátt fyrir fulla lyfjameðferð eins og andþyngsli, mæði, hósta, ýl og surg en á ekki við þá sem eru með vægan astma. Mikilvægt er að sjúklingar með astma noti áfram innúðastera sem þeim hafa verið ávísaðir. Nokkur umræða hefur verið um að barksterar veiki ónæmiskerfið. Þetta á ekki við um innúðastera sem einmitt geta dregið úr bólgum í berkjum. Góð astmastjórn og notkun fyrirbyggjadi innúðastera er forsenda þess að geta ráðið við COVID-19 sem og aðrar veirusýkingar. Ef astmasjúklingur veikist með COVID-19 á hann eða hún ekki að hætta á astmalyfjunum. Sjúklingar sem eru með alvarlegan astma og eru á líftæknilyfjum eiga að halda þeim áfram. Mikilvægt er að þessi meðferð stöðvist ekki hvort sem hún er gefin áfram á göngudeild eða í heimahúsi. Þessi lyf eru ekki ónæmisbælandi og niðurstöður rannsókna hafa sýnt að einhver þeirra gætu jafnvel styrkt ónæmiskerfið í baráttunni við veirusýkingar almennt. Sérhæfð Astma Mótttaka (SAM) á A3 fyrir alvarlegan astma er áfram starfrækt en með breyttu sniði. Í stað viðtala á göngudeild verður boðið uppá símtal. Gjöf líftækni lyfja við astma verður með óbreyttu sniði á göngudeildinni fyrir þá sjúklinga sem geta ekki fengið meðferðina heima hjá sér. Hægt verður að ná sambandi við hjúkrunarfræðinga og lækna eftir sem áður ef vandamál koma upp í síma 543-6040. __________________________________________________________________________________ Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir sýkingu?Embætti Landlæknis gaf út ítarlegar leiðbeiningar 7. mars 2020 sem gott er að lesa. https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39475/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20%C3%A1h%C3%A6ttuh%C3%B3pa.pdf Almennar ráðleggingar má lesa hér: https://www.covid.is/undirflokkar/ahaettuhopar Það er mikilvægt að forðast sýkingu með öllum ráðum: Það gildir eins og fyrir aðra að:
Hægt er að fá vottorð hjá lækni ef fólk vill stunda nám eða vinnu að heiman.
EF ÞÚ ERT MEÐ LUNGNASJÚKDÓM:
Gangi þér vel!
Kóróna-veiran COVID-19 upplýsingar / information / informacjaUpplýsingar á auðlesnu máli um kóróna-veiruna: Á íslensku Á English Á Polska Efni fyrir börn og unglinga fá finna hér / Material for children and adolescents: Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO