Tilkynningar
Námskeið valdeflingar- og leiðtogaþjálfun ÖBÍ fyrir 18-35 áraAO er eitt af 41 aðildarfélagi Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) og hefur það marga kosti í för með sér, m.a. tækifæri til að taka þátt í ýmisskonar námskeiðum.
Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir en valdeflingar- og leiðtogaþjálfun ÖBÍ fyrir 18-35 ára mun fara fram í febrúar 2022 nánar tiltekið þriðjudagana 1. 8. 15. og 22. Febrúar kl. 18:30-20:30
Af því tilefni óskar AO eftir beiðnum frá foreldrum barna sem eru í félaginu eða öðrum félagsmönnum sínum á aldrinum 18-35 ára um þátttöku á námskeiðinu sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðið er frábært tækifæri fyrir ungt fólk sem vill styrkja sig persónulega, læra markvissa markmiðasetningu, bæta leiðtogahæfni sína, hitta annað ungt fólk í sambærilegri stöðu og sem einnig hefur áhuga á félagsstörfum.
Námskeiðið verður haldið af KVAN og allar helstu upplýsingar er að finna í meðfylgjandi hlekk: https://kvan.is/events/valdefling-og-leidtogathjalfun-obi-og-kvan/
AO skrifstofan er flutt í Borgartún 28a
Í sumar flutti AO sig um set í Borgartún 28a ásamt SÍBS, Happdrætti SÍBS, Hjartaheillum og Samtökum lungnasjúklinga þegar húsnæði SÍBS var selt. Húsnæðið (sem er bak við Borgar apótek) er á jarðhæð með góðu aðgengi og hentar starfseminni vel. AO hlakkar til að hitta félagsmenn á nýjum stað en opnunartími skrifstofunnar er á mánudögum frá kl. 9:15-15.
Fæðuofnæmi og eldun ofnæmisfæðis - fjarnám
Starfsfólk í mötuneytum, matráðar, matreiðslumenn
Félagsgjald 2021Ágæti félagsmaður. Astma og ofnæmisfélag Íslands hefur sent út greiðsluseðla vegna félagsgjalda 2021 í heimabanka skráðra félaga eða foreldra barna og er gjalddaginn 31.10. nk Við vonum að félagsmenn finni að þeir geti leitað til félagsins með mál er snúa að astma og ofnæmi en við værum þakklát fyrir að heyra hvernig við getum bætt okkar þjónustu og upplýsingaflæði til ykkar. Starfsmaður okkar er á skrifstofunni alla mánudaga frá kl. 9 til 15 og netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Netfang formanns AO er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er hún ásamt stjórninni boðin og búin að aðstoða eins og kostur er.
#TakeTheActiveOptionKæri viðtakandi/lesandi Evrópsku Lungnasamtökin (ELF) eða European Lung Foundation (ELF) munu standa fyrir átaksverkefninu Healthy Lungs for Life sem útleggst sem Heilbrigð lungu alla ævi, #TakeTheActiveOption nú í September. Áskorunin felur í sér að hvetja fólk til að hreyfa sig minnst 21 mínútu á dag eða um 150 mínútur á viku til að draga athyglina að kostum þess að hreyfa sig til að vernda lungu en einnig til að safna áheitum fyrir samtökin. Allir geta skráð sig og tekið þátt, hægt er að taka þátt sem einstaklingur en einnig sem hluti af hópi, með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum. Hreyfing hefur góð áhrif á lungnaheilsu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunn (WHO) mælir með því að við hreyfum okkur 150 mínútur á viku, það er aðeins 21 mínúta á dag!
REYKJAVÍKUR MARATON ÍSLANDSBANKA 2021
Kæri AO félagi og aðrir viðtakendur og velunnarar Astma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) er á lista þeirra góðgerðarfélaga sem hlaupið er fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í laugardaginn 21. ágúst næstkomandi. Flokkar |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO