Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Meðferð barnaexems og umhirða húðar

Því miður er engin lækning til við barnaexemi. Hjá flestum börnum hverfur sjúkdómurinn hins vegar af sjálfu sér með aldrinum.

Þegar exem brýst út er hægt að fá ýmis krem til að meðhöndla exemið. Þessi lyf slá á kláðann og draga úr þurrki húðarinnar. Húðlyf byggð á hormónum eru öflugustu vopnin í baráttunni gegn barnaexemi. Þessi lyf kallast húðsterar og skiptast í flokka eftir styrkleika frá eitt (I) til fjögur (IV) þar sem flokkur eitt (I) inniheldur hydrókortisón, en flokkur fjögur (IV) inniheldur miklu sterkari efni.

Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því að nota húðstera fyrir börn. Lyfin eru fullkomlega örugg séu þau notuð eins og fyrir er mælt og við rétta notkun fæst árangursrík verkun án nokkurra aukaverkana.

Vægustu húðsterana má nota í langan tíma án ótta við aukaverkanir. Óæskileg áhrif á húðina sjást einungis við stöðuga daglega notkun í stórum skömmtum á sama húðsvæði. Með því að hvíla húðina á lyfjunum um tíma, eða skipta reglulega um lyf og styrkleika er hægt að halda exeminu í skefjum án þess að skaða húðina.

Vægustu húðsterana er hægt að kaupa án lyfseðils í takmörkuðu magni, en ráðlegt er að meðhöndla ekki án samráðs við lækna. Yfirleitt hefja læknar meðferð með sterkari lyfjunum fyrst og lækka síðan styrkleikann eftir að tökum er náð á sjúkdómnum. Hversu slæmt exemið er og hvar á líkamanum það er ræður einnig miklu um val á lyfjum.

Þegar sterkustu lyfjaflokkarnir eru notaðir um langa hríð geta sést aukaverkanir á húð, s.s. húðþynning og æðavíkkun. Ekki er ráðlegt að nota sterka húðstera í andlit nema í skamman tíma og aldrei án samráðs við lækni. Hætta á aukaverkunum er þó lítil við venjulega notkun þessara lyfja, einsog áður er getið.

Hlaupi sýking í húðútbrot getur reynst nauðsynlegt að meðhöndla með bakteríudrepandi lyfjum eða sýklalyfjum.

Þurr húð

Exemhúð hefur lægra vatnsinnihald en önnur húð og er þess vegna afar þurr. Þurrkurinn espar upp kláðann og því ber að nota rakaaukandi krem daglega.

Góð rakakrem fást í lyfjabúðum, mörgum almennum verslunum og snyrtivöruverslunum. Ráðlegt er að nota ekki rakakrem sem innihalda karbamíð eða ilmefni.

Leitaðu ráða í apótekum eða snyrtivöruverslunum varðandi val á rakakremum. Starfsfólk þessara verslana hefur sérþekkingu á slíkri vöru og veit hvaða efni þau innihalda.

Baðolíur virka vel gegn þurri húð. Gott er að þvo barninu vel með sápu og vatni fyrst, skola síðan vel og setja barnið að síðustu í baðker með vatni og baðolíu. Ekki má þó nota of mikla olíu, einkum ef olían myndar filmu á húðinni svo eðlilegur sviti sleppur ekki út. Slíkt getur valdið kláða. 

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO