Tilkynningar
Astmi, ofnæmi og fríiðFólk með ofnæmi og astma getur átt eins góð frí og allir aðrir, bæði hér á landi og erlendis. En það getur kallað á betri undirbúning séu þessir sjúkdómar til staðar. Sýna verður örlítið hyggjuvit við val á ákvörðunarstað. Þú veist best hvað þú þolir og hvað er ekki heppilegt. Astmaveikt fólk með gróðurofnæmi ætti að forðast að vera á ferðinni á stöðum þegar ofnæmisvaldar eru í hámarki í andrúmsloftinu, fólk með ofnæmi fyrir dýrum ætti að tryggja að gæludýr séu ekki leyfð á hótelum sem valin eru o.s.frv. Fæðuofnæmi getur hugsanlega ráðið einhverju um val á stað sem ferðast er til. Nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga: Mundu að hafa ávallt nægar birgðir lyfja með þér í fríið. Stundum getur verið ráðlegt að ráðfæra sig við lækni um hvort breyta þurfi lyfjameðferðinni eitthvað áður en haldið er af stað. |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO