Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
28. Maí 2020

Þrek- og þolnámskeið fyrir börn

þrek og þolnámskeið

Þrek- og þolnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára með astma og þeim sem vilja auka úthaldið


Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað börnum með astma og þeim sem vilja auka úthaldið þar sem áhersla er lögð á að börn fái að kanna og víkka mörk sín í hreyfingu.

Áhersla verður lögð á skemmtilega hreyfingu í öruggu rými.
Þá verður farið í öndunaræfingar og öndunarstjórnun.


Innifalið í námskeiðinu er einnig fræðslukvöld fyrir börn og foreldra.

Þjálfari námskeiðsins er Steinunn Þórðardóttir. Hún er með BSc í sjúkraþjálfarafræðum en í lokaverkefninu hennar fjallaði hún um kosti og möguleika hópþjálfunar hjá astmaveikum börnum. Steinunn hefur langa og víðtæka reynslu af bæði þjálfun og jógakennslu og hefur meðal annars unnið með styrktarþjálfun barna og unglinga.


Námskeiðið fer fram á Grandi101 og hefst mánudaginn 8. Júní.

Það fer fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 14:30 - 15:30 og stendur yfir í 5 vikur eða til og með föstudeginum 10. júlí.

Verð: 19.990kr. (Hægt að nýta Frístundastyrk)

Skráning: www.grandi101.is

Kær kveðja,
Steinunn Þórðardóttir

Trainer / Physiotherapy student/ Yoga teacher 

tel: +354 6934173

instagram: namasteina

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO