Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
16. Des 2019

Heilsugæslan og við

þjónustuleiðbeiningar 

Heilsugæslan er í þróun og er ætlað að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.

Aldraðir og örorkulífeyrisþegar, börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki komugjöld á heilsugæsluna.

 

malefnahopur-heilbrigdi-2019-1Heilsuvera

Heilsuvera er upplýsinga- og samskiptavefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inni á „mínum síðum“ er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Hægt er að sækja ráðgjöf hjúkrunarfræðings í netspjalli. Um er að ræða samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

Vefslóðin er www.heilsuvera.is.  Til þess að nálgast „mínar síður“ þarf rafræn skilríki sem hægt er að fá hjá bönkum, sparisjóðum og hjá Auðkenni.

 

Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er hluti af meðferð við sjúkdómum. Hann er tilvísun á ráðlagða hreyfingu sem hentar einstaklingnum og vekur áhuga hans. Stuðningur til hreyfingar frá fagaðila úr heilbrigðisstétt með það lokamarkmið að hreyfing verði sjálfsagður hluti af daglegu lífi.

Leita þarf til heilbrigðisstarfsmanns innan eða utan heilsugæslunnar sem gefur tilvísun á hreyfistjóra. Hreyfistjóri gefur út hreyfiseðil á þá hreyfingu sem hentar, útbýr hreyfiáætlun og fylgir henni eftir.

 

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna er í boði á um helmingi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, en barnasálfræðiþjónusta er veitt á öllum heilsugæslustöðvum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu um allt land. Biðtími eftir þjónustu getur verið nokkur. Vandinn er metinn eftir inntökuviðtal. Vægur til miðlungs alvarlegur vandi er meðhöndlaður á heilsugæslu, en við alvarlegri vanda er vísað á viðeigandi úrræði.

Hafa verður samband við heilsugæsluna til að kanna hvort sálfræðiþjónusta sé þar fyrir hendi. Þá er farið til heimilislæknis og hann gerir tilvísun til sálfræðings.

 

malefnahopur-heilbrigdi-2019-2Geðheilsuteymi

Þjónustan er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem greindir eru með geð-sjúkdóma og einstaklinga sem þurfa á þverfaglegri aðstoð og/eða þéttri eftirfylgd að halda. Geðheilsuteymin eru sérhæfð geðþjónusta, ráðgjöf og fræðsla. Þjónustan byggir á samvinnu á milli félags- og heilbrigðisþjónustu. Í geðheilsuteymum eru geðlæknar, geðhjúkrunarfræðingar, sálfræðingur, félagsráðgjafar, notendafulltrúar, þjónustufulltrúar, sjúkraliðar og IPS ráðgjafar, en iðjuþjálfi, heilsuráðgjafi og fjölskyldufræðingur vinna þvert á teymin. Fagaðilar í heilbrigðis- og félagsþjónustu geta sent tilvísanir til geðteyma.

 

Heilsueflandi móttaka

Heilsueflandi móttöku er ætlað að styðja einstaklinga með langvinn veikindi, s.s. sykursýki, offitu, hjartasjúkdóma, eða geðsjúkdóma til að ná tökum á sjúkdómsástandi sínu og auka lífsgæði. Meðferðin er einstaklingsbundin og getur m.a. verið fólgin í að auka færni skjólstæðings í að hafa eftirlit með eigin sjúkdómi og aðstoða viðkomandi við að breyta lífsstíl og setja sér markmið um heilsusamlega lifnaðarhætti.

Heilsueflandi mótttaka er þverfagleg meðferð með aðkomu heimilislækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara. Hún er veitt á flestum heilsugæslustöðvum.

 

Önnur þjónusta

Auk þess sinnir heilsugæslan almennri læknisþjónustu, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, bólusetningum, heilsuvernd skólabarna og eldra fólks.

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál (2019, desember)

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO