Tilkynningar
1. maí 2018
Ágæti félagi AO er hluti af ÖBÍ og félagið tekur virkan þátt í starfsemi og viðburðum ÖBÍ. Þann 1. maí leggur ÖBÍ sérstaka áherslu á að sem allra flestir ÖBÍ félagar verði sýnilegir í 1. maí kröfugöngunn. Kjaramálin hljóta að vera áherslumál okkar allra og í dag er helsta baráttumál ÖBÍ að skerðingarnar verði afnumdar og um það verður kröfuganga ÖBÍ í ár. Athugið að afnám skerðinga varða á leiðinni til aukinna kjarabóta
ÖBÍ vill leggja áherslu á ímynd og ásýnd örorkulífeyrisþega sem almennra þátttakenda í samfélaginu og því er óskað eftir því að hvert félag safni 5-10 manns í gönguna. Því fleiri því betra. Félagsmenn, jafnt sem fjölskylda og vinir. Allir velkomnir.
Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en þangað má senda upplýsingar um nafn, síma, netfang svo hægt verði að minna fólk á og hvetja til að mæta þegar nær dregur. Farið verður nánar yfir dagskránna þegar nær dregur
Við stöndum í erfiðri kjarabaráttu rétt eins og launafólk almennt. 1. maí er okkar dagur eins og annarra, gleymum því ekki. Verum stolt og verum sýnileg 1. maí. Tökum pláss í samfélaginu! |
Póstlisti AO
Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO