Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Innköllun á Nóa Piparkúlum-súkkulaðihjúpuðum lakkrískaramellum með pipardufti

Innkallanir. Ómerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í sælgætiskúlum. 

Lesa meira...

Vanmerking á H-Bergs vörum !

 

H-bergÁbending var að berast til Matvælastofnunar og Astma- og ofnæmisfélagis Íslands

Bent er á að súkkulaðihúðaðar möndlur og möndlur með súkkulaði og kanil  frá H-berg innihalda mjólk. Það kemur ekki fram í innihaldslýsinguna. Varan er enn í búðum og pakkar í umferð.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands vill koma eftirfarandi ábendingu til félagsmanna

Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 22. og 23. nóvember

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?                                                             

Brunch MGDAstma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) stendur fyrir enn einu af sínum vinsælu námskeiðum um eldun ofnæmisfæðis í Menntaskólanum  í Kópavogi dagana 22. og 23. nóvember. Fyrri daginn er bóklegt námskeið sem  stendur frá kl. 13-15:30 en seinni daginn er fyrirhugað að byrja kl. 13, en einnig má ræða hvort að tímasetningin frá kl. 15:00-18:30 hentar betur, verður það ákveðið þegar ljóst er með skráningu og óskir meirihluta þátttakenda.

Lesa meira...

Takk fyrir okkur, hlauparar og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

rvk 2017Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur mikla þýðingu fyrir AO

 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er einn af stærri viðburðum íslensks þjóðlífs en tugir þúsunda einstaklinga taka þátt á einn eða annan hátt. Hlaupið skiptir okkur í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands töluverðu máli, aðallega fyrir þær sakir að einstaklingar með astma taka þátt í hlaupinu, hver á sínum forsendum, en þjálfun og hreyfing er mikilvægur hluti þess að vinna gegn versnun astmans stuðla að bættri heilsu, betri líðan og heilsusamlegri líkamsþyngd. Hlaupið er einnig mikilvægur vettvangur fyrir AO til að gera málstað sinn sýnilegan í samfélaginu líkt og önnur sjúklingasamtök gera.

 

Lesa meira...

Álitsgerð AO um gæludýr á veitingahúsum

 

dog in cafeÁ dögunum gaf ráðherra umhverfis- og auðlindamála út reglugerðarbreytingu sem m.a. heimilar sveitarfélögum að gefa veitingastöðum frjálsar hendur um að leyfa viðskiptavinum sínum að hafa tiltekin gæludýr með sér inn á slíka staði. Þetta þýðir að aðgangur fólks með dýraofnæmi að sumum veitingahúsum mun verða skertur á meðan aðrir hópar fá frjálsræði til að hafa dýr með sér þangað inn!

Í byrjun október 2017 var Astma- og ofnæmisfélag Íslands beðið um álit á þessari fyrirhuguðu reglugerðarbreytingu.  Vill stjórn AO birta hér álitsgerð þessa til að undirstrika alvarleika málsins og hversu mótfallin stjórnin er þessari breytingu og skerðingunni sem bíður hluta okkar félagsmanna.

Lesa meira...

Flokkar

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO