Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1

Góð ráð við barnaexemi

Hér fylgja nokkur góð ráð varðandi meðferð barna með barnaexem:

Klæðnaður

Mörg börn með exem þola illa klæðnað úr ull og ýmsum öðrum efnum. Flest þola þau hinsvegar bómull. Gætið þess að klæðnaður sé ekki þröngur og gott er að þvo ný föt, sem geta innihaldið mikið af litarefnum eða öðrum efnum (t.d. formaldehýð), nokkrum sinnum áður en þau eru tekin í notkun.

Fæða

Ekki er ástæða til að útiloka einstakar tegundir úr daglegri fæðu barnsins nema fyrir liggi örugg greining á ofnæmi barnsins gagnvart viðkomandi fæðutegund. Takmarkið ekki fæðuval barna nema í samráði við lækni.

Íþróttir

Leyfið barninu að taka þátt í öllum leikjum og íþróttum jafnaldra sinna. Sund í sundlaugum, einkum ef mikið klór er í lauginni, getur aukið þurrk húðarinnar og kláða, en vinna má gegn slíku með notkun rakaaukandi krema eftir bað. Börn með barnaexem geta vel tekið þátt í skólasundi og leikfimi.

Sól og sjóböð

Sól og sjóböð laga oftast exem. Mörgum exemsjúklingum hefur batnað verulega þegar þeir hafa haldið á suðlægar slóðir í fríum.

Hreinlæti og húðumhirða

Það var lengi útbreiddur misskilningur að exemsjúklingar mættu ekki nota of mikið vatn eða sápu. Rannsóknir hafa sýnt að dagleg þrif með vatni og mildri, ilmefnalausri sápu geta dregið úr líkum á húðsýkingum exemsjúklinga.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO