Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
14. Feb 2022

Fleiri vilja ekki sjá gæludýr á veitingastöðum

mbl kötturFrétt frá MBL 07.02.2022
Um þriðjungur svarenda í nýrri könnun Maskínu er hlynntur því að gestir geti tekið hunda sína eða ketti með sér inn á veitingastaði. Alls sögðust rúm 32 prósent mjög eða frekar hlynnt því.
Umtalsvert fleiri tóku þó neikvæða afstöðu til spurningarinnar. 23,4 prósent sögðust frekar andvíg og 23,6 prósent mjög andvíg. Þau tuttugu prósent sem eftir standa sögðust í meðallagi hlynnt.

Konur hlynntari en karlar

Nokkuð skýr munur er á svörum karla og kvenna. 36,9 prósent kvenna sögðust frekar eða mjög hlynnt því að fólk taki gæludýrin með út að borða en ekki nema 28,6 prósent karla.Yngri aldurshópar voru að jafnaði hlynntari en þeir eldri og var andstaðan mest hjá svarendum yfir sextugu. 67,7 prósent svarenda í aldurshópnum 60 ára og eldri sögðust mjög eða frekar andvíg.

Mjög andvígur Miðflokkur

Einnig mátti greina mismunandi afstöðu til spurningarinnar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur sögðust styðja. Rúmur helmingur stuðningsfólks Miðflokksins tók neikvæða afstöðu, alls sögðust rúm 45 prósent þar af mjög andvíg.Meira en helmingur stuðningsfólks Flokks fólksins, Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og  Sósíalistaflokksins sagðist mjög eða frekar andvígur sömuleiðis.Mjög eða frekar hlynntir svarendur voru þó ekki í meirihluta í stuðningshópi neins stjórnmálaflokks. Næst komust Píratar þar sem samtals 45,8 prósent sögðust mjög eða frekar hlynnt.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO