Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
29. Jún 2020

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2019

Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélags Íslands vegna 2019

Síðumúla 6, 2. Júní 2020, kl. 17:15.

Mætt: Björn Ólafur Hallgrímsson, Fríða Rún Þórðardóttir, Hanna Regína Guttormsdóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Selma Árnadóttir, Sólveig Hildur Björnsdóttir, Sólveig Skaftadóttir, Thelma Grímsdóttir, Tonie Gertin Sörensen.

Dagskrá aðalfundar

1. Formaður setur fundinn.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á aðalfund AO vegna 2019. Því næst var gengið til dagskrár.

2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara.

Formaður lagði til að Björn Ólafur Hallgrímsson yrði fundarstjóri og samþykkti fundurinn það samhljóða, einnig Björn Ólafur sjálfur.

Fríða Rún Þórðardóttir var kjörin fundarritari.

Fundarstjóri þakkaði traustið og gekk til dagskrár. Hann úrskurðaði aðalfundinn löglegan þar sem löglega hafi verið til hans boðað. Hann var auglýstur þann 18. maí á heimasíðu AO og facebook síðu auk þess sem allir félagar fengu boð um fundinn með tölvupósti.

3. Fundargerð

Farið var yfir fundargerð síðasta aðalfundar sem var samþykkt samhljóða. Fundargerðir aðalfunda eru nú birtar á heimasíðu AO (www.ao.is / um félagið).

4. Skýrsla stjórnar

Formaður flutti skýrslu stjórnar og stiklaði á stóru um verkefni liðins árs en skýrslan (3 bls.) hafði verið lögð fram fyrir fundinn.

5. Skýrsla gjaldkera

Formaður fór yfir rekstrarreikning, efnahagsreikning, skuldir og eigið fé félagsins vegna ársins 2019. Enn gengur vel að afla styrkja sem er grundvöllur fyrir því að ýmiss verkefni félagsins fái brautargengi. Ánægjulegt var að sýna fram á áframhaldandi áheit frá Reykjavíkur Maraþoni þó má segja að þar séu aukin tækifæri. Einnig var rætt hversu mikilvægt það væri að hafa endurskoðanda að störfum fyrir félagið við að sjá um ársreikninginn því það sé mikil vinna fyrir gjaldkera að sjá um slíkt.

6. Skýrslur nefnda og sjóða

Skýrsla um starfsemi Styrktarsjóðsins var flutt af formanni.

7. Umræður um skýrslur. Ársreikningar bornir upp.

Sjá hér að ofan umræðu um ársreikninga. Ársreikningurinn var borinn upp og samþykktur samhljóða. Skýrsla stjórnar AO var samþykkt samhljóða.

8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 6. gr.

Sólveig Hildur Björnsdóttir lagði fram tillögu um að félagsgjaldinu yrði haldið óbreyttu. Í kjölfarið voru umræður um ástandið í þjóðfélaginu og að ekki væri á fólk leggjandi að greiða hærri gjöld. Var tillaga Sólveigar samþykkt samhljóða

9. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lágu fyrir.

10. Formannskjör

Fundurinn stakk upp á sitjandi formanni, Fríðu Rún Þórðardóttur, sem áframhaldandi formann AO. Fundurinn tók undir og samþykkti tillöguna samhljóða. Fríða Rún þakkaði traustið.

11. Kjör þriggja meðstjórnenda.

Þær Sif Hauksdóttur og Guðrún Björg Birgisdóttur voru kjörnar til tveggja ára. Björn Rúnar Lúðvíksson var kjörinn sem meðstjórnandi til eins árs í stað Sólveigar Hildar Björnsdóttur.

12. Kjör þriggja varamanna

Auður Marteinsdóttir, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir voru kjörnar varamenn til eins árs.

13. Kjör tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

Skoðunarmenn eru Hanna Regína Guttormsdóttir og Stefanía Sigurðardóttir. Hanna Regína baðst undan áframhaldandi störfum en Stefanía gefur áfram kost á sér. Ari Axelsson kemur í stað Hönnu Regínu og Sólveig Hildur Björnsdóttir gefur kost á sér sem varamaður.

14. Stjórnarkjör Styrktarsjóðs (kt: 650202-3680)

Samkvæmt lögum Styrktarsjóðsins er formaður AO sjálfkjörinn í formannssæti sjóðsins, það embætti helst því óbreytt. Stjórnina skipa nú auk formanns AO, Dagný Erna Lárusdóttir, og Thelma Grímsdóttir. Hanna Regína Guttormsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu sem aðalmaður og tekur Sólveig Skaftadóttir sæti hennar.

Varamenn eru Björn Ólafur Hallgrímsson, Björn Árdal, Hanna Regína Guttormsdóttir og Tonie Gertin Sörensen.

15. Aðrar kosningar

Ekki var þörf á öðrum kosningum.

16. Önnur mál.

Sólveig Hildur ræddi um mikilvægi sjálfboðastafs og mikilvægi þess að hvetja ungu kynslóðina til að legga af mörgum til samfélagsins rétt eins og hún hafi sjálf alist upp við að gera. Fundarmenn tóku undir þess orð hennar.

Formaður þakkaði fundarstjóra, Birni Ólafi, fyrir fundarstjórnina og Sólveigu Hildi Björnsdóttur var veittur þakklætisvottur fyrir vel unnin störf og hollustu við félagið.

Formaður þakkaði fundarmönnum fyrir mætinguna og málefnalegan fund.

Fundi var slitið kl. 19.

Fundargerð ritaði Fríða Rún Þórðardóttir

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO