Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
19. Feb 2018

Innköllun á glútenlausri vöru „Trafo Tortilla Chips Chili“

Fréttatilkynning fra matvælaéftirliti Héilbrigðiséftirlits RéykjavíkurTraflo Tortilla chili


Efni:

Innköllun á glútenlausri vöru „Trafo Tortilla Chips Chili“ vegna þess að hún inniheldur glúten.

 

Icepharma hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún er merkt glútenlaus en inniheldur glúten.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Trafo.
Vöruheiti: Tortilla Chips Chili.
Strikanúmer: 8712423019348.
Nettómagn: 200 g
Lotunúmer: 372150331 og 373330331.
Best fyrir: 3.4.2018 og 29.7.2018
Framleiðandi: FZ Organic.
Framleiðsluland: Holland.
Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Dreifing: Melabúðin, Fjarðarkaup (Fræið), verslanir Nettó um land allt, verslanir Kjörbúðarinnar á Siglufirði og á Dalvík.
Fullyrt er á umbúðum vörunnar að hún sé glútenlaus (e. gluten free) en til að mega nota þessa fullyrðingu við markaðssetningu á matvælum mega þau ekki innihalda meira en 20 mg/kg af glúteni. Við innra eftirlit framleiðanda hefur komið í ljós að varan inniheldur meira en 20 mg/kg af glúteni og er hún því ekki örugg fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi- eða óþol fyrir korni sem inniheldur glúten.
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt eða til Icepharma, Lynghálsi 13, milli 8-16 alla virka daga. Nánari upplýsingar fást hjá Icepharma í síma 540 8000.

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO