Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
06. Nóv 2017

Námskeið í Menntaskólanum í Kópavogi 22. og 23. nóvember

HVERNIG Á AÐ MATREIÐA OFNÆMISFÆÐI Á ÖRUGGAN HÁTT?                                                             

Brunch MGDAstma- og ofnæmisfélag Íslands (AO) stendur fyrir enn einu af sínum vinsælu námskeiðum um eldun ofnæmisfæðis í Menntaskólanum  í Kópavogi dagana 22. og 23. nóvember. Fyrri daginn er bóklegt námskeið sem  stendur frá kl. 13-15:30 en seinni daginn er fyrirhugað að byrja kl. 13, en einnig má ræða hvort að tímasetningin frá kl. 15:00-18:30 hentar betur, verður það ákveðið þegar ljóst er með skráningu og óskir meirihluta þátttakenda.

Markmiðin

Meginmarkmiðið með námskeiðinu er að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi, alvarleika þess og hvernig tryggja megi góða og holla næringu. Það getur verið flókið að tryggja öruggt fæði og umhverfi fyrir einstakling með fæðuofnæmi. Ljóst er að næringarefni geta orðið af skornum skammti þegar fæðuofnæmi er til staðar og felst fræðslan m.a. í því að fara yfir hvaða fæðutegundir geta komið í staðinn fyrir mjöl, korn, mjólk, egg, fisk, hnetur o.fl. til að fullnægja orku- og næringarlegum þörfum og skapa fjölbreytni í fæðu barna og fullorðinna. Verklegi hlutinn felur í sér eldun og bakstur ýmissa rétta og útfærsla uppskrifta á mismunandi máta eftir því hvaða ofnæmi er um að ræða.

 

Markhópur

Matreiðslumenn í eldhúsum, matráðir í eldhúsum í leik- og grunnskóla, heimilisfræðikennarar, starfsmenn og stjórnendur í skólum, foreldrar og forráðamenn barna og ungmenna með fæðuofnæmi, starfsfólk veitingastaða og hótela og aðrir sem áhuga hafa á málefninu.

 

Bóklegt           2 ½ - 3 klst með stuttu kaffihléi.

*Tryggjum næga orku og góða næringu með hollum, góðum og öruggum mat.  (Fríða Rún)                   

* Er hægt að tryggja öryggi þeirra sem eru með fæðuofnæmi? Hver er okkar réttur?  (Selma)

 

Verklegt         3 ½ - 4 klst

*Eldum góðan og næringarríkan mat fyrir alla, líka þá sem eru með fæðuofnæmi og óþol. (Margrét)

  Umræður og smakk 

Kennarar
kennara-fæduofnæmisfædiSelma Árnadóttir, varaformaður AO og móðir ofnæmisbarns.

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og næringarráðgjafi Eldhúsi Landspítala, formaður AO.

Margrét S. Sigbjörnsdóttir,  kennari og umsjónaraðili með matartæknanemum við Menntaskólann í Kópavogi.

 

 

 

Frá vinstri, Margrét, Fríða Rún, Selma.

Mynd tekin á námskeiði á Dalvík 14.11.2015

Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi og er gengið inn um innganginn sem er vinstra megin í horninu þegar staðið er á bílastæðinu við framhlið hússins. Þar er tekið á móti þátttakendum.

 

Annað

Sýndar verða ýmsar sérfæðisvörur auk þess sem matreiðslubókin Kræsingar verða til sölu. Sjá kynningu hér.

 

Skráning

Skráning fer fram hér  (https://goo.gl/forms/vQxx3NtvlVGC2BA42) eða með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með upplýsingum um: 

* fullt nafn

* kennitölu 

* starfsstöð og 

* ósk um tímasetningu á verklegum hluta, annað hvort kl. 13:00 eða 15:00 þann 23. nóvember. 

 

Skráning og verð

Námskeiðsgjald er 15.000 kr og er hráefnisgjald og hressing innifalin.

Greiða þarf 5.000 kr. staðfestingargjald við skráningu fyrir 20/11-17:

Bankareikningur: 0113-05-570194

Kennitala:               590474-0109

Senda kvittun á:      This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvern er verið að greiða eða sendið póst á   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og tilgreinið nöfn þess sem greitt er fyrir.

 

Athugið að það er mögulegt að taka aðeins annan daginn, þá ber að taka það fram við skráningu en hálft námskeið kostar 10.000 kr.

Námskeiðsgjald fyrir foreldra/forráðamenn ofnæmisbarna er 5.000 kr og AO félagar fá 20% afslátt (12.000 Kr).

Skráningarfrestur er til og með 20.11.2017

 

Allar nánari upplýsingar veitir:

Fríða Rún Þórðardóttir, Formaður AO                    

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

898-8798

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO