Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
30. Okt 2017

Álitsgerð AO um gæludýr á veitingahúsum

 

dog in cafeÁ dögunum gaf ráðherra umhverfis- og auðlindamála út reglugerðarbreytingu sem m.a. heimilar sveitarfélögum að gefa veitingastöðum frjálsar hendur um að leyfa viðskiptavinum sínum að hafa tiltekin gæludýr með sér inn á slíka staði. Þetta þýðir að aðgangur fólks með dýraofnæmi að sumum veitingahúsum mun verða skertur á meðan aðrir hópar fá frjálsræði til að hafa dýr með sér þangað inn!

Í byrjun október 2017 var Astma- og ofnæmisfélag Íslands beðið um álit á þessari fyrirhuguðu reglugerðarbreytingu.  Vill stjórn AO birta hér álitsgerð þessa til að undirstrika alvarleika málsins og hversu mótfallin stjórnin er þessari breytingu og skerðingunni sem bíður hluta okkar félagsmanna.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri varðandi erindi frá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu um breytingu á reglugerð um hollustuhætti sem fjallar um „sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum“.

Markmið félagsins er að styðja við bakið á einstaklingum með astma og ofnæmi og veita þeim og aðstandendum þeirra félagslegan stuðning, faglega fræðslu og samtal eftir þörfum. Félagið beitir sér í hagsmunagæslu fyrir sína skjólstæðinga er snýr að ofnæmisvöldum í fæðu, plöntun trjáa nálægt opinberum stöðum og skólum, gegn loftmengun sem og á öðrum sviðum þar sem astma- og ofnæmisvaldar geta skert lífsgæði fólks.

Okkar mat er að það að leyfa dýrahald á veitingastöðum, kaffihúsum og öðrum húsrýmum í einkaeigu, sem og á almenningsstöðum, í almenningssamgöngum og öðrum opinberum stöðum þýddi skerðingu á lífsgæðum skjólstæðinga AO, sem telur um 1000 félagsmenn, en fólk með dýraofnæmi eru um 6-7% af íbúatölu Íslands og fer hækkandi.

Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst því alfarið gegn því að sveitarfélögum verði í sjálfsvald sett að ákveða hvort dýrahald verði leyft á opinberum stöðum. Hjálparhundar eru undanskildir.

cats in cafe

Félagið bendir jafnframt á að verði tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum samþykkt, þurfi opinberir staðir, opinberar samgöngur og staðir í einkaeigu að uppfylla tilteknar kröfur sem gerðar eru til reksturs, þar sem viðskiptavinir eru annars vegar. Þar þarf að vera til staðar viðeigandi þekking starfsfólks á skyndihjálp mtt. viðbragða við ofnæmis- og/eða astmakasti. Þá þurfi jafnframt að liggja fyrir verklag um umgengni við dýrin, hreinlæti og annað slíkt sem hvílir á ábyrgðaraðila dýrsins og staðarins. Einnig þarf að merkja vel þá staði/svæði sem dýrahald er leyft. Til dæmis mætti hafa sem reglu að gæludýraeigendum verði gert að sitja ekki innarlega í rýminu sem um ræðir heldur nær dyrum til að takmarka að einhverju leiti ofnæmisvaldana sem gæludýrið ber með sér og til að þeir sem eru með dýraofnæmi sjái strax þegar gengið er inn að þar sé gæludýr á staðnum.

Fari svo að tillagan verði samþykkt, ætti á sama tíma að vera til staðar ákvæði um að stöðunum sjálfum, innan hvers sveitarfélags, sé í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi dýrahald eða ekki. Mikilvægt er að útbúið sé áberandi og viðeigandi merking sem viðkomandi staður geti hengt upp og að settar séu reglur um það hvar slíkar merkingar verði hengdar upp á hverjum stað.

Virðingarfyllst, Stjórn Astma- og ofnæmisfélags Íslands.Félagið hefur áhuga á að aðstoða félagsmenn sína í ljósi þessa og við munum taka á móti ábendingum um staði sem ekki leyfa gæludýr og setja á laggirnar lista á heimasíðu félagsins sem hægt er að fletta upp í. Það er hagur kaffi- og veitingahúsa að vera á slíkum lista og hvetjum við félagsmenn til að benda eigendum slíkra staða á að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með öllum upplýsingum um heiti og staðsetningu staðarins og staðfesta að ekki verði leyfð gæludýra þar innandyra.

Fyrir hönd stjórnar

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður AO

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO