Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
20. Feb 2017

Sumarskóli um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks haldinn 19. til 23. júní 2017 á Írlandi.

 

IrelandÖryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga ÖBÍ styrk til þátttöku í sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Skólinn verður haldinn dagana 19. til 23. júní 2017 við háskólann í Galway, á vesturströnd Írlands. ÖBÍ skorar á meðlimi aðildarfélaga sinna að sækja um styrk til ferðarinnar. Þeir sem hljóta styrk þurfa að vera Öryrkjabandalaginu innan handar við kynningu á samningnum síðar.

 

Um skólann: Markmið skólans er að þátttakendur öðlist innýn í samninginn og nauðsynlega færni til að nýta efni hans fötluðu fólki til hagsbóta. Kennarar og leiðbeinendur í skólanum hafa annað hvort komið að gerð samningsins og/eða eru þekktir baráttumenn fyrir bættum aðstæðum fatlaðs fólks. Skólinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2009. Nemahópurinn samanstendur að jafnaði af einstaklingum frá öllum heimsálfum. Fatlað fólk, aðstandendur, fulltrúar hagsmunafélaga, lögfræðingar, stjórnmálamenn og stefnumótandi aðilar hafa komið saman til að kynna sér samninginn og skapað tengslanet.

 

Ireland2Dagskrá sumarskólans 2017: Í ár er meginþema sumarskólans ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um það hvernig tryggja skuli vernd og réttindi fólks með andlegar og félagslegar fatlanir (e. psychosocial disabilities). Líkt og í fyrri sumarskólum verður áhersla lögð á almenna kynningu á hugmyndafræði samningsins, réttindum hans og hvaða þýðingu hann hefur fyrir fatlað fólk. Fyrirlesarar sumarskólans, sem allir þekkja vel til réttinda fatlaðs fólks, koma víða að og eru m.a. fatlað fólk, fræðimenn, aktívistar, lögfræðingar og stjórnmálafólk.

 

Um styrk ÖBÍ: Styrkur ÖBÍ miðast við að greidd verði námskeiðsgjöld, ferðakostnaður og gisting sem samsvarar kostnaði við gistingu á háskólasvæðinu (Campus). Einnig er greiddur kostnaður vegna aðstoðarmanns fyrir þá sem þurfa á því að halda.

 

Umsækjendum er bent á þann möguleika að leita til síns félags um styrk, stéttarfélags og annarra sambærilegra aðila til að kanna rétt sinn úr starfsmennta- og/eða starfsþróunarsjóðum. ÖBÍ bendir í því samhengi á Námssjóð Sigríðar Jónsdóttur fyrir þá sem eru með örorkumat, sjá nánar http://www.obi.is/is/radgjof-og-thjonusta/styrkir.

 

Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 15. mars næstkomandi til móttöku ÖBÍ á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Í umsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, aðildarfélag umsækjanda og stuttur rökstuðningur fyrir umsókn um styrkveitingu.

 

Undirbúningsnámskeið fyrir styrkþega: Styrkþegum verður boðið upp á stutt kynningarnámskeið á grunnþáttum og hugtökum samningsins áður en sumarskólinn verður haldinn. Dagskrá og dagsetning verður auglýst síðar.

 

Nánari upplýsingar veitir Þórný Björk Jakobsdóttir á skrifstofu ÖBÍ á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 530 6700. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar um sumarskólann á heimasíðu Centre for Disability Law and Policy, National University of Ireland, Galway, http://www.nuigalway.ie/cdlp/ 



Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO