Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Uppskriftabókin Kræsingar sem Astma og...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
13. Feb 2017

Sérhannað námskeið um ofnæmisfæði 4. og 5. apríl

Astma- og ofnæmisfélag Íslands hefur hannað námskeið um eldun ofnæmisfæðis sem nú þegar hefur verið haldið víða um land og náð til hátt í 200 manns.

food allergyNámskeiðið er hannað með þarfir skjólstæðinga félagsins í huga og er markhópur námskeiðsins fólk sem starfar í leikskólum, skólum og frístundastarfi, einkum þeim sem starfa í eldhúsum. Einnig höfðar námskeiðið til heimilisfræðikennara, starfsfólks annarra stofnana og fyrirtækja, sem og starfsmanna í mötuneytum, á veitingahúsum og síðast en ekki síst í matvælaframleiðslu. Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði í samræðum við foreldra ofæmisbarna og fullorðna einstaklinga með fæðuofnæmi og –óþol sem finnst öryggi og þekking oft ekki nægjanlegt.

Markmið námskeiðsins er því að bjóða upp á faglega fræðslu um fæðuofnæmi og –óþol og verklega kennslu í eldun ofnæmisfæðis.

Námskeiðið er opið öllum sem vilja auka þekkingu sína er snýr að fæðuofnæmi og –óþoli en leiðbeinendur er fagfólk á sviði næringar og matargerðar.

Menntaskólanum í KópavogiNæsta námskeið verður haldið í Menntaskólanum í Kópavogi  4. og 5. apríl. Fyrirhugað er að byrja um kl. 13 en bóklegi hlutinn

stendur í 3 klst með stuttu hléi og verklegi hlutinn í um það bil 3 klst.

Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fyrir nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fríða Rún Þórðardóttir, Selma Árnadóttir, Margrét S. Sigbjörnsdóttir


Um kennarana:

Selma Árnadóttir er stjórnarmaður í Astma- og ofnæmisfélagi Íslands og móðir barns með

fæðuofnæmi. Hún er núvitundarkennari (MBSR), með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði (Positive Psychology), MBA og kennarapróf B.Ed.. Selma starfaði sem stjórnandi innan skóla- og frístundaumhverfisins um árabil en er nú annar eigendi “Af heilum hug” sem sinnir ráðgjöf og fræðslu sem byggir á grunni jákvæðrar sálfræði og núvitundar.

Fríða RúnÞórðardóttir er næringarfræðingur og næringarráðgjafi, starfar sem slík í Eldhúsi Landspítala og hefur þar yfirumsjón með ofnæmis- og óþolsfæði og öllu sérfæði. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um næringu, kennt matartæknum við Mennaskólann í Kópavogi ásamt Margréti og ritað bók um næringarfræði, „Góð næring betri árangur í íþróttum og heilsurækt“.  Fríða Rún er formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands. 

Margrét S. Sigbjörnsdóttir er hússtjórnarkennari að menntmeð framhaldsnám í næringarfræði frá háskólanum í Árósum. Hún hefur starfað sem skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, kennari við Snælandsskóla og Smáraskóla í Kópavog og verið stundakennari við heimilisfræði í Kennaraháskóla Íslands. Er í dag kennari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.

Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og fyrir nánari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fríða Rún Þórðardóttir, Selma Árnadóttir, Margrét S. Sigbjörnsdóttir

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO