Tilkynningar

DÁSAMLEGUR MATUR SEM ALLIR GETA NOTIÐ Hin breska Alice Sherwood er...
Opnunartími skrifstofu
Gerast félagi
ao vidbragsaaetlun hnappur

Skráning á póstlista

Minningarkort
Tímarit
Fræðslumyndbönd
Medic Alert
SÍBS

 

 

 ht logo big neg1
27. Okt 2014

LSH - Ályktun vegna ástandsins á Landspítala – háskólasjúkrahúsi

LSH ályktun - þingmenn231014.pdf

LandspitalinnFulltrúar neðangreindra samtaka mótmæla harðlega þeirri lækkun til reksturs Landspítala - háskólasjúkrahúss sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.

Um er að ræða niðurskurð sem kann að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. 

 

Við blasir að það rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum muni ekki duga til að Landspítalinn – háskólasjúkrahús geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um. Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum.

 

Aðbúnaður starfsfólks Landspítala hefur í sumum tilvikum verið heilsuspillandi. Til að reyna að draga úr leka og sinna nauðsynlegu viðhaldi á húsnæði hefur reynst óhjákvæmilegt að sækja viðhaldsfé að hluta í rekstrarfé spítalans sem þrengir þá enn frekar að starfseminni. Slíkt getur ekki gengið lengur þar eð sérhæft starfsfólk mun þá leita annað auk þess sem sérfræðilæknar skila sér ekki heim að loknu námi erlendis.

 

Iðulega hefur nýting legudeilda farið yfir 100% en æskilegt er að þetta hlutfall sé ekki hærra en 80%. Á þessum álagstímum verður æ erfiðara fyrir starfsfólk spítalans að sinna sjúklingum eins og best væri á kosið. Einnig fjölgar þá gangainnlögnum sem óhjákvæmilega eykur smithættu. Þegar slíkar aðstæður verða viðvarandi dregur enn úr möguleikum spítalans til að keppa við önnur lönd um sérhæft starfsfólk. Ekki síst nú á tímum hættulegra farsótta.

 

Önnur meginkrafa er að Landspítalinn standi undir nafni sem háskólasjúkrahús. Að öðrum kosti munu gæði menntunar fyrir nema í læknisfræði, hjúkrunarfræði og öðrum heilbrigðisgreinum versna og þetta unga fólk mun þá enn frekar leita utan til að afla sér tilhlýðilegrar menntunar.

 

Frá árinu 2000 má segja að Landspítalinn hafi nær árlega verið í spennitreyju við fjárlagagerð. Áhrif hrunsins árið 2008 þekkja svo allir. Landspítalinn tók á sig gríðarlegan sparnað í rekstri og sparaði 40 milljarða á fimm árum eða sem nemur einu ekstrarári. Fjárlög ársins 2014 fólu í sér nokkurn varnarsigur fyrir spítalann og þá sem þurfa á þjónustu hans að halda. Sú von um viðsnúning sem þá vaknaði mun reynast skammvinn verði Landspítalinn enn að taka á sig skerðingu á framlögum á næsta ári.

 

Embætti landlæknis, sem lögum samkvæmt hefur eftirlit með því að þjónusta Landsspítalans standist lög og reglugerðir, hefur í tvígang birt skýrslur þar sem fram kemur afleit staða húsnæðismála á geðdeild (2013) og húsnæðis- og mannauðsmála á lyflækningasviði, stærsta sviði spítalans (2014). Einungis 4% salerna á spítalanum standast byggingareglugerð og enn þurfa 4-6 sjúklingar víða að liggja saman á stofum og deila salerni. Slík staða eykur enn frekar sýkingarhættu, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, og er líkt og innlagnir sjúklinga á ganga með öllu óviðunandi.

 

Undirrituð samtök skora á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að tryggja að umhverfi sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vill sýna. 

 

ADHD samtökin

Astma- og ofnæmisfélag Íslands

Brjóstaheill-Samhjálp kvenna

CCU, Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtökin

Einhverfusamtökin

Einstök börn

FAAS (Alzheimer)

Félag CP á Íslandi

Félag áhugafólks um Downs heilkenni

Félag eldri borgara í Reykjavík

Félag lesblindra á Íslandi

Félag lifrarsjúkra

Félag nýrnasjúkra

Geðhjálp

Geðvernd

Gigtarfélag Íslands

HIV-Ísland

Hjartaheill – landssamtök hjartasjúklinga

Hjartavernd

Hugarafl

Hugarfar

Kraftur

Krabbameinsfélag Íslands

Landssamtökin Þroskahjálp

Lauf

MG félag Íslands (Myasthenia Gravis)

MND félagið á Íslandi

MS-félag Íslands

Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna

Ný rödd

Parkinsonsamtökin á Íslandi

Samtök lungnasjúklinga

Samtök sykursjúkra

SÍBS

Sjálfsbjörg Landssamband fatlaðra

SPOEX (Psoriasis)

Stómasamtökin

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra

Styrkur

Tourette-samtökin á Íslandi

Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum

Vífill

Öryrkjabandalag Íslands

Póstlisti AO

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi AO